Peningamál - 01.03.2005, Page 7
I Yfirlit þjóðhags- og verðbólguspár
Forsendur nýrrar spár
Nú sem endranær byggist verðbólguspá Seðlabankans á þeirri for-
sendu að stýrivextir verði óbreyttir (8,75%) út spátímabilið. Jafnframt
er gert ráð fyrir því að gengisvísitala krónunnar haldist í gildi sínu á
spádegi 8. mars, þ.e. nálægt vísitölustiginu 109. Eins og í síðustu Pen-
ingamálum 2004/4 er einnig sýnd verðbólguspá sem byggist á stýri-
vaxtaferli sem lesa má út úr framvirkum vöxtum og gengisferli, sem
tekur mið af framvirkum vaxtamun. Verðbólguspáin nær til fyrsta árs-
fjórðungs 2007.
Fjárfesting í stóriðju þjappast enn frekar á þetta ár en áhrifa
aðhaldssamari peningastefnu er farið að gæta í innlendri
eftirspurn
Svo virðist sem fjárfesting í virkjunum og álbræðslum á síðasta ári hafi
verið minni en hingað til hefur verið gert ráð fyrir. Jafnframt hafa
áætlanir breyst þannig að enn stærri hluti framkvæmdanna færist yfir
á þetta ár frá árunum 2006 og 2007. Áfram eru því horfur á kröftug-
um hagvexti á þessu ári, eða um 6½%. Þetta er aðeins meiri hagvöxt-
ur en spáð var í desember, þrátt fyrir að spáð sé nokkru minni vexti
einkaneyslu og atvinnuvegafjárfestingar án stóriðju, sem að einhverju
leyti má rekja til aðhaldssamari peningastefnu en miðað var við í
desember. Vöxtur útflutnings er jafnframt nokkru minni en þá var gert
ráð fyrir, enda hefur raungengi hækkað töluvert.
Á næsta ári er spáð nokkru minni vexti innlendrar eftirspurnar en
í desember. Það helgast af áðurnefndum áhrifum hærri stýrivaxta, auk
þess sem hærra gengi krónunnar beinir eftirspurn út úr þjóðarbú-
skapnum. Þá hafa stóriðjuframkvæmdir verið færðar fram til þessa
Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1
Betri verðbólguhorfur haldist gengi
krónunnar áfram hátt
Verðbólguspáin sem birtist í þessu hefti Peningamála ber þess merki að stýrivextir og gengi krónunnar hafa
hækkað verulega frá því að Seðlabankinn birti síðast þjóðhags- og verðbólguspá í byrjun desember sl. Að því
gefnu að stýrivextir og gengi krónunnar haldist óbreytt út spátímabilið er útlit fyrir nokkuð hraða hjöðnun
verðbólgu fram á næsta ár, þrátt fyrir að enn hafi bætt í áætlaðar stórframkvæmdir á yfirstandandi ári, auk þess
sem hækkun eignaverðs ýtir undir eftirspurn. Á næsta ári fara gengisáhrifin hins vegar að dvína og aukin fram-
leiðsluspenna nær yfirhöndinni. Því eru horfur á að verðbólga aukist á ný á næsta ári og verði meiri en verð-
bólgumarkmiðið. Þessar niðurstöður verður að skoða í ljósi þess að raungengi krónunnar virðist nú orðið mun
hærra en staðist fær til lengdar. Viðskiptahallinn er einnig þegar orðinn meiri en áður var reiknað með og mun
aukast enn á þessu ári. Því eru meiri líkur á því en áður að gengið lækki og verðbólga verði þá meiri en spáð
er þegar líða tekur á næsta ár, þ.e.a.s. miðað við að ekki verði gripið til frekari aðgerða í peningamálum.
1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem lágu fyrir þann 18. mars 2005.