Peningamál - 01.03.2005, Qupperneq 16

Peningamál - 01.03.2005, Qupperneq 16
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 16 lánsfé, að stórum hluta á breytilegum vöxtum. Mikið framboð láns- fjár, minnkandi álag á vexti og almennt lágir vextir í viðskiptalöndun- um geta til skamms tíma litið tafið miðlun stýrivaxtabreytinga um vaxtarófið en ekki komið í veg fyrir hana. Miðlunin verður hins vegar í meiri mæli í gegnum gengisbreytingar (sjá síðar). Seðlabankinn hækkaði vexti í desember og í febrúar Frá því að Peningamál komu út í byrjun desember hefur Seðlabankinn haldið áfram að herða aðhald. Hækkun stýrivaxta um 1 prósentu var tilkynnt í desember, um leið og verðbólguspá bankans var kynnt, og enn voru vextir hækkaðir um ½ prósentu, í 8,75%, þegar bankinn birti greinargerð til ríkisstjórnarinnar vegna rofs þolmarka. Eftir hækkunina í febrúar sl. voru stýrivextir Seðlabankans orðnir tæplega 3½ prósentu hærri en áður en aðhaldsferlið hófst í maí á sl. ári. Aðhaldsstig peningastefnunnar hefur þó ekki aukist svo mikið, því að verðbólga og verðbólguvæntingar hafa einnig vaxið. Raunstýri- vextir hafa því hækkað minna en nafnvextir. Enginn einhlítur mæli- kvarði er á raunstýrivexti. Stýrivextir Seðlabankans hafa bein áhrif á vexti á peningamarkaði og á markaði með skuldabréf til fárra ára eða skemur. Þar sem eftirspurn eftir endurhverfum lánum Seðlabankans ræðst að miklu leyti á þessum mörkuðum er eðlilegt að líta til verð- bólguvæntinga þeirra aðila sem stunda viðskipti á þeim við mat á raunstýrivöxtum. Með því að bera saman ávöxtunarkröfu óverð- tryggðra og verðtryggðra ríkisskuldabréfa af samsvarandi tímalengd má fá vísbendingu um þróun þessara væntinga. Sá galli er reyndar á gjöf Njarðar, að um þessar mundir skortir heppilegan flokk verð- tryggðra skuldabréfa til viðmiðunar.4 Því verður að hafa nokkurn fyrir- vara á þessum niðurstöðum. Ef horft er fram hjá skammtímasveiflum í metnu verðbólguálagi má áætla að raunstýrivextir hafi ekki farið að hækka svo að marktækt sé fyrr en síðla hausts 2004, eftir að hafa sveiflast í kringum 3% um nær tveggja ára skeið, og verið að undan- förnu u.þ.b. 1½ prósentu hærri eða um og yfir 4%. Þótt algengast sé að meta raunstýrivexti með hliðsjón af verð- bólguvæntingum á þeim mörkuðum sem nátengdastir eru Seðlabank- anum er einnig við hæfi að skoða væntingar heimila og fyrirtækja, enda verður hluti skulda þeirra og lánskjör skammtímalána nokkuð skjótt fyrir áhrifum stýrivaxtabreytinga. Verðbólguvæntingar heimil- anna hafa undanfarið ár verið nálægt 4%. Ef raunstýrivextir eru metnir á þann mælikvarða eru þeir lítillega hærri en ef miðað er við væntingar markaðsaðila, eða u.þ.b. 4,75%. Væntingar einstaklinga hafa hins vegar tilhneigingu til að elta liðna verðbólgu. Taki væntingar mið af árshækkun vísitölu neysluverðs í mars um 4,7% teldust raun- stýrivextir 3,9%. Miðað við væntingar forráðamanna stærstu fyrir- tækja (sbr. bls. 40) eru raunstýrivextir um þessar mundir 4,9%. Enn einn mælikvarði á raunstýrivexti er að nota verðbólguspá Seðlabank- ans í stað verðbólguvæntinga. Þannig metnir eru raunstýrivextir um þessar mundir 6,2%. 1997 | 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 0 2 4 6 8 10 12 14 % Vextir þriggja mánaða ríkisvíxla erlendis (viðskiptavegnir) Vextir þriggja mánaða ríkisvíxla, Ísland Vaxtamunur Innlendir og erlendir skammtímavextir Mynd 11 Heimild: Seðlabanki Íslands. 3 mánaða ríkisvíxlar, vikulegar tölur janúar 1997 - mars 2005 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 0 2 4 6 8 10 12 % Nafnstýrivextir Verðbólguálag ríkisskuldabréfa til þriggja ára (20 daga miðsett hreyfanlegt meðaltal) Raunstýrivextir miðað við verðbólguálag til þriggja ára Raunstýrivextir Seðlabankans Mynd 10 Heimild: Seðlabanki Íslands. Vikulegar tölur 2. janúar 2001 - 8. mars 2005 2002 | 2003 | 2004 | 2005 4 5 6 7 8 9 10 % Stýrivextir Þriggja mánaða ríkisvíxlar Þriggja mánaða vextir á millibankamarkaði (REIBOR) Stýrivextir og aðrir skammtímamarkaðsvextir Mynd 12 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 1. júlí 2002 - 10. mars 2005 4. Skuldabréfaflokkurinn RIKS-05 sem notaður er við útreikninga á verðbólguvæntingum er ekki áreiðanlegur mælikvarði á ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa þar sem hann er á gjalddaga í apríl nk. Því eru hverfandi viðskipti með þann flokk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.