Peningamál - 01.03.2005, Page 20
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
1
20
Fjármálaleg skilyrði á heildina litið heldur aðhaldssamari en í
nóvember 2004
Í töflu 4 er yfirlit yfir breytingar á helstu þáttum sem hafa áhrif á fjár-
málaleg skilyrði heimila, fyrirtækja og fjármálastofnana frá nóvember.
Miðað er við sömu vikur og gert var í Peningamálum 2004/4. Ekki er
gerð tilraun til að vega saman einstaka þætti, en vægi þeirra getur ver-
ið mismikið eftir því hvort um er að ræða fyrirtæki, heimili eða fjár-
málastofnanir. Á heildina litið má ætla að fjármálaleg skilyrði hafi orðið
heldur aðhaldssamari frá því í nóvember sl., en óverulegar breytingar
hafa orðið á fjármálalegum skilyrðum heimila.
Fjármálaleg skilyrði heimilanna áfram hagstæð
Fjármálaleg skilyrði heimilanna eru áfram með besta móti, þrátt fyrir
að skammtímavextir hafi hækkað töluvert frá nóvember. Í efnahags-
reikningi heimilanna vega verðtryggðar skuldir langþyngst, eða tæp-
lega 90%. Hefur vægi verðtryggðra skulda vaxið að undanförnu, en
vægi yfirdráttarlána minnkað eftir að bankarnir tóku að bjóða fast-
eignaveðlán á lægri vöxtum. Einungis tíundi hluti skulda einstaklinga
ber breytilega vexti sem taka breytingum nokkurn veginn í samræmi
við stýrivaxtabreytingar. Þrátt fyrir að hlutdeild gengisbundinna
skulda hafi aukist nokkuð eru þær enn léttvægar á heildina litið, u.þ.b.
7½% af heildarskuldum. Enn eru heimilin að létta greiðslubyrði sína
með því að greiða upp eldri óhagkvæmari lán. Áhrif skuldbreytinga
vega ótvírætt mun þyngra en hækkun vaxta af skammtímalánum og
aukin gengisáhætta vegna erlendra lána.
Hærra gengi leiðir til nokkru lakari fjármálalegra skilyrða
fyrirtækja en lækkun vaxtaálags vegur á móti
Hækkun stýrivaxta getur haft meiri áhrif á fjármálaleg skilyrði fyrir-
tækja en heimila, bæði vegna óverðtryggðra lána á breytilegum vöxt-
um og vegna þess að stærri hluti heildarskulda þeirra er gengisbund-
inn. Hækkun stýrivaxta hefur því umtalsverð áhrif á fjármálaleg skil-
yrði fyrirtækja sakir áhrifa á gengi krónunnar. Við þá staðhæfingu
verður þó að gera ýmsa fyrirvara. Í fyrsta lagi er ekki sjálfgefið að
hækkun stýrivaxta leiði alltaf til umtalsverðrar hækkunar á gengi
krónunnar, aðrir þættir kunna að vega á móti. Vaxtahækkunin í des-
ember hafði þó ótvíræð áhrif á gengið. Í öðru lagi eru fyrstu áhrif
hærra gengis að draga úr greiðslubyrði af öllum erlendum skuldum.
Mestu máli skiptir þó að óhagkvæmara verður að taka ný erlend lán
til að fjármagna nýfjárfestingu, að því gefnu að vænt jafnvægisgengi
sé óbreytt. Í þriðja lagi hefur hækkun á gengi krónunnar ýmis önnur
áhrif á starfsemi fyrirtækja sem eru mismunandi eftir því hvort þau
starfa að innflutningi eða útflutningi, og í hve ríkum mæli starfsemi
þeirra byggist á innfluttum aðföngum. Hjá útflutningsfyrirtækjum fel-
ur gengishækkun í sé aukið aðhald, en e.t.v. hið gagnstæða hjá fyrir-
tækjum í innflutningstengdri starfsemi. Í öllum tilfellum eru þó nýjar
erlendar lántökur kostnaðarsamari en áður. Hlutabréfaverð er hátt og
felur í sér hagstæð fjármálaleg skilyrði. Skráð fyrirtæki öfluðu sér um-
talsverðs lánsfjár með útgáfu hlutafjár á sl. ári. Lækkun á verði hluta-
bréfa sem varð sl. haust hefur u.þ.b. gengið til baka á fyrstu mánuð-
um þessa árs. Hins vegar hafa skammtímavextir væntanlega hækkað
Lán til fyrirtækja: Gengisbundin skuldabréf
og afurða- og rekstrarlán 2003-2005
Mynd 19
Heimild: Seðlabanki Íslands.
J F M A M J J A S O N D J F M A M J J A S O N D J
2003 2004
0
100
200
300
400
500
Ma.kr.
40
45
50
55
60
65
%
Gengisbundin skuldabréf, afurðalán
og rekstrarlán alls (vinstri ás)
Hlutfall af lánum til fyrirtækja (hægri ás)