Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 32

Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 32
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 32 vex gjarnan meira en landsframleiðsla og spenna í uppsveiflum og það skýrir hluta hækkunarinnar. Keimlík hækkun sést þó þegar skatthlutfallið er miðað við einkaneyslu í stað landsframleiðslu. Þeir toppar verða ekki skýrðir af öðru en að neyslumynstrið breytist, t.d. þannig að meira sé keypt af bílum, heimilistækjum og annarri há- tollavöru eins og virðist hafa átt sér stað í uppsveiflum árið 1987, árin 1998 til 2000 og á síðasta ári. Forsendur fjárlaga svöruðu til þess að framleiðsluspenna ykist um ½ prósentu milli áranna 2003 og 2004. Nafnvirði landsfram- leiðslu átti að hækka um 5½%. Samkvæmt því hefðu tekjur af þessum sköttum átt að hækka um rúmlega 6% milli ára og fjárlög sýndu 5½% miðað við fjáraukalög 2003. Samkvæmt þjóðhagsspá Seðlabankans nú jókst spennan hins vegar um 2½ prósentur og nafnvirði landsframleiðslu um 12%. Samkvæmt því hefðu tekjur af eyðslusköttum átt að hækka um u.þ.b. 14½% milli ára og gefa ríkissjóði um 10 ma.kr. umfram fjárlög. Bráðabirgðaútkoman, 13½%, er ekki lengra frá áætlun en við er að búast af slíkum út- reikningi. Í sveiflureikningunum, sem minnst var á í upphafi máls, er reiknað með því að útgjöld fylgi vergri landsframleiðslu, þ.e. að hlutfall opinberra útgjalda breytist ekki vegna hagsveiflunnar. Þótt veik merki séu um að útgjöld hins opinbera lækki hlutfallslega í byrjun uppsveiflu, virðist lækkunin ganga til baka á öðru ári hennar. Sú undantekning er gerð að taka tillit til hækkunar á útgjöldum vegna atvinnuleysisbóta. Samhengi atvinnuleysis við hagsveifluna er afar skýrt, þótt það hafi breyst með árunum og jafnvægisat- vinnuleysi sé nú meiri en áður. Í sveiflureikningunum er gert ráð fyrir að lækkun framleiðsluspennu um 1 prósentu auki atvinnuleysi um 0,2% af mannafla. Áætlað hefur verið að hlutfall bótagreiðslna af landsframleiðslu hækki af þeim sökum um 0,03%, en nýleg þróun bendir til þess að 0,04% kunni að vera nær réttu lagi. Miðað við spá Seðlabankans um framleiðsluspennu hefði mátt búast við minnkuðu aftvinnuleysi og að útgjöld vegna atvinnuleysisbóta lækkuðu um u.þ.b. 1 milljarð milli ára samkvæmt reiknireglunni. Þess í stað hækkuðu greiðslur til Atvinnuleysistryggingarsjóðs um tæplega hálfan milljarð króna milli ára miðað við fyrstu tölur. Það er reyndar í samræmi við önnur gögn um vinnumarkað og alþjóðlega reynslu undanfarinna ára af efnahagsbata án atvinnusköpunar. Hér á landi gerir óvenjumikill innflutningur á vinnuafli núverandi upp- sveiflu einnig óvenjulega. Fjárlög voru samþykkt með því metnaðarfulla markmiði að bæta afkomu ríkissjóðs um 20 ma.kr. og það tókst. Ætla verður að vöxtur framleiðslu og eftirspurnar umfram forsendur fjárlaga hafi skilað ríkissjóði nær 10 ma.kr. aukalega í óbeinum sköttum, auk þess sem tekjur af fjármagnstekjuskatti og tekjuskatti fyrirtækja fóru 5-6 ma.kr. fram úr fjárlögum. Markmið fjárlaga náðust því með verulegri hjálp frá hagsveiflunni, og framlag ríkisfjármálanna til að sporna gegn ofþenslu var því minna en að var stefnt. Mynd 1 Útgjöld sveitarfélaga 1960-2004 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 0 2 4 6 8 10 12 14 % af VLF 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 -0,5 -1,0 Útgjöld Leitni Frávik Kosningar Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 2 Neysluskattar ríkissjóðs 1970-2004 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 12 13 14 15 16 17 18 19 % af VLF 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 -0,5 -1,0 -1,5 Neysluskattar Leitni Frávik Heimild: Seðlabanki Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.