Peningamál - 01.03.2005, Side 35

Peningamál - 01.03.2005, Side 35
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 35 VII Ytri jöfnuður Viðskiptahallinn í fyrra reyndist töluvert meiri en áður var áætlað Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands á greiðslujöfnuði var viðskiptahalli ársins 2004 til muna meiri en reiknað var með í spá bankans í byrjun desember. Hallinn nam tæplega 70 ma. kr., eða sem nemur u.þ.b. 8% af vergri landsframleiðslu, en í desember var spáð að hallinn næmi 6½% af landsframleiðslu. Mismunurinn skýrist að hluta af meiri viðskiptahalla á síðasta fjórðungi ársins en gert var ráð fyrir, en einnig af endurmati á halla ársfjórðunganna á undan. Þá hefur endurmat á viðskiptajöfnuði fyrri ára leitt í ljós nokkru meiri halla en áður var talið. Þjónustujöfnuður versnaði um 5,8 ma.kr. á árinu 2004. Mikil aukning varð í útgjöldum bæði vegna ferðaþjónustu og vegna samgangna. Halli á þáttatekjum nam 17,7 ma. kr., sem er ívið meira en gert var ráð fyrir í desemberspánni. Endurmat þáttatekjujafnaðar á fyrstu þremur ársfjórðungum 2004 leiddi í ljós meiri halla en áður var talið, en einnig jukust vaxtagjöld mikið undir lok ársins. Erlendar skuldir jukust um 40% á árinu 2004. Skýrir það að miklum hluta auknar vaxtagreiðslur, en hækkun erlendra skammtímavaxta hefur einnig haft nokkur áhrif á vaxtabyrðina. Stefnir í metviðskiptahalla í ár þrátt fyrir að lágir erlendir vextir haldi þáttatekjuhallanum niðri Það stefnir í enn meiri viðskiptahalla í ár. Í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að hallinn nemi rúmlega 12% af landsframleiðslu, sem er methalli ef af verður. Þessi mikli viðskiptahalli verður við nokkuð aðrar aðstæður en ríktu á árinu 2000. Raungengi er mun hærra og erlendir vextir hafa verið í sögulegu lágmarki. Halli þáttatekjujafnaðar hefur því ekki aukist í samræmi við vöxt erlendra skulda, sem hafa fjórfald- ast á síðastliðnum sjö árum, en á sama tíma hefur vaxtabyrðin ein- ungis rúmlega tvöfaldast. Líklegt þykir að vextir erlendis muni hækka á næstunni, en í spá Seðlabankans er þó gert ráð fyrir hægfara hækk- un. Vaxtabyrði og halli á jöfnuði þáttatekna munu því væntanlega aukast nokkuð á spátímanum, en hægt. Hugsanlega gæti hækkun vaxta orðið nokkru hraðari. Fyrir hverja prósentu sem meðalvextir hækka má ætla að halli á þáttatekjujöfnuði aukist um ríflega 1 pró- sentu af landsframleiðslu. Þetta felur í sér að hverfi vextirnir aftur í Tafla 7 Endurmat á viðskiptajöfnuði 1.-2. % af landsframleiðslu 2000 2001 2002 2003 ársfj. ’04 2004 Viðskiptajöfnuður endurskoðaðar tölur -10,5 -4,6 1,1 -5,3 -7,7 -8,1 fyrri tölur -10,2 -4,1 1,2 -4,1 -6,6 . Vöruskiptajöfnuður endurskoðaðar tölur -5,7 -0,8 1,8 -2,0 -3,2 -4,3 fyrri tölur -5,7 -0,9 1,7 -2,1 -3,2 . Þjónustujöfnuður endurskoðaðar tölur -1,8 -0,2 0,0 -1,1 -2,7 -1,7 fyrri tölur -1,4 0,2 0,2 -1,0 -2,3 . Þáttatekjujöfnuður endurskoðaðar tölur -2,9 -3,4 -0,8 -2,1 -1,7 -2,1 fyrri tölur -2,9 -3,4 -1,1 -1,0 -1,0 . Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 30 Vaxtagreiðslur af erlendum skuldum og erlendir vextir 1990-2004 1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 % Meðaltal þriggja mánaða LIBOR (USD) og EURIBOR vaxta Vaxtagreiðslur sem hlutfall af skuldum Heimild: Seðlabanki Íslands. Árleg meðaltöl vaxta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.