Peningamál - 01.03.2005, Síða 38

Peningamál - 01.03.2005, Síða 38
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 38 VIII Verðlagsþróun og verðbólguhorfur Verðlagsþróun Verðbólga hefur aukist verulega frá því að síðasta verðbólguspá Seðlabankans var birt í desember sl. Tvennt hefur einkum skipt sköp- um um verðlagsþróunina á undanförnum mánuðum. Annað er stór- aukin eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, hitt hækkun á gengi krónunnar. Þessi öfl vega hvort á móti öðru, en eftirspurnarhvati hefur haft yfir- höndina hingað til. Verðbólga á fyrsta ársfjórðungi yfir vikmörkum Seðlabankans Verðbólga hélt áfram að aukast frá lokum liðins árs. Í febrúar fór hún yfir þolmörkin og nam tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs 4,5%. Við það rauf verðbólgan efri þolmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og birti bankinn þá greinargerð í samræmi við sam- eiginlega yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og bankans frá mars árið 2001 og er hún birt annars staðar í ritinu. Í mars jókst verðbólgan enn frekar í 4,7%. Að meðaltali var verðbólgan á fjórða ársfjórðungi síð- asta árs 3,8%, eða 0,1 prósentu meiri en Seðlabankinn spáði í des- ember. Hagstofa Íslands birtir tvær vísitölur, svokallaðar kjarnavísitölur, sem gefa vísbendingu um undirliggjandi verðbólgu. Í kjarnavísitölu 1 er horft fram hjá áhrifum nokkurra sveiflukenndra liða, þ.e.a.s. bú- vöru, grænmetis, ávaxta og bensíns. Kjarnavísitala 2 undanskilur að auki verðlag opinberrar þjónustu. Um miðbik sl. árs breikkaði bilið á milli heildarverðbólgu og kjarnaverðbólgu nokkuð, en það sem af er ári hefur það minnkað á ný og nánast horfið. Í mars var tólf mánaða hækkun kjarnavísitölu 1 u.þ.b. hin sama og heildarvísitölunnar, en kjarnavísitala 2 hækkaði um 4,5%. Verðlag þorra innfluttrar vöru lægra en fyrir ári ... Gengishækkun krónunnar undanfarna mánuði hefur sem fyrr segir haldið aftur af hækkun þeirra liða neysluverðsvísitölunnar sem næmastir eru fyrir gengisbreytingum og jafnvel leitt til verðlækkunar. Í lok febrúar nam tólf mánaða styrking krónunnar tæplega 8% ef miðað er við meðaltal mánaðar. Verðlag innfluttrar vöru án áfengis og tóbaks var í mars því sem næst óbreytt frá fyrra ári, en hafði lækkað nokkuð ef horft er fram hjá verðhækkun bensíns. Verðlag innfluttrar mat- og drykkjarvöru lækk- aði í mars um tæplega 6% milli mánaða og var 7% lægra en fyrir ári. Stafar það að nokkru leyti af sterku gengi krónunnar, en einnig var samkeppni í lágvöruverðsverslun afar hörð um það leyti sem verð- könnunin var framkvæmd. Í ársbyrjun lækkaði bensínverð verulega eftir lækkun á erlendum mörkuðum og hækkun á gengi krónunnar en verðið hækkaði lítillega á ný í febrúar og mars. Í marsbyrjun var bensínverð u.þ.b. 10% hærra en fyrir ári. Verð innfluttrar varanlegrar neysluvöru er síður næmt fyrir skammtímagengissveiflum. T.d. kom gengislækkunin árið 2001 að- eins að litlu leyti fram í verðlagi innfluttra bifreiða, sem var í mars tæp- lega 1% hærra en fyrir ári, en verðhækkanir sem urðu í fyrra hafa Verðbólga janúar 2001 - mars 2005 Mynd 32 J MM J S N J M M J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N 2001 2002 2003 2004 2005 0 2 4 6 8 10 12 12 mánaða breyting vísitölu (%) Vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 1 Kjarnavísitala 2 Verðbólgumarkmið Seðlabankans Heimild: Hagstofa Íslands. Nokkrir undirliðir vísitölu neysluverðs í mars 2005 Sl. 12 mán. Sl. 6 mán. Sl. 3 mán. Sl. 1 mán. 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 -0,5 -1,0 % Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Húsnæði Opinber þjónusta Almenn þjónusta Áhrif á þróun vísitölu neysluverðs sl. 1, 3, 6 og 12 mánuði Mynd 33 Heimild: Hagstofa Íslands. Gengi og verðlag innfluttrar vöru mars 1997 - mars 2005 Mynd 34 1997| 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 90 100 110 120 130 Mars 1997=100 Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Gengisvísitala fyrir vöruinnflutning Heimild: Hagstofa Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.