Peningamál - 01.03.2005, Side 46

Peningamál - 01.03.2005, Side 46
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 46 Seðlabankans til ríkisstjórnarinnar er Seðlabankinn eindregið þeirrar skoðunar að húsnæðiskostnaður eigi áfram að vera þáttur í þeirri verðvísitölu sem verðbólgumarkmiðið miðast við og að aðferðafræðin sem notuð hefur verið við mat á húsnæðiskostnaði sé í meginatriðum sú besta sem völ er á. Það helgast af því að húsnæðiskostnaður er mikilvægur þáttur í neyslu einstaklinga. Með því að horfa fram hjá verðbreytingum húsnæðis væri því verið að hunsa stóran þátt í útgjöldum einstaklinga. Það flækir málið, að auk þess að vera drjúgur hluti einkaneyslu er húsnæði varanleg eign, eða fjárfesting. Í huga einstaklings sem þegar hefur eignast húsnæði birtist verðhækkun hús- næðis því fyrst og fremst sem hækkun eignaverðs. Honum getur auð- veldlega yfirsést að fórnarkostnaður þess að búa í eigin húsnæði hefur aukist, því að það kemur ekki fram í útgjöldum viðkomandi einstakl- ings. Fyrir hina sem eru að kaupa sitt fyrsta húsnæði eða stækka við sig vegur verðhækkun húsnæðis hins vegar mjög þungt. Hafi kostn- aður við að fjármagna húsnæðiskaupin lækkað finna þeir reyndar ekki eins fyrir hækkuninni. Vísitölu neysluverðs er hins vegar ekki ætlað að mæla kostnað fjármagns, enda ætti það þá að hafa áhrif á verðmat á mun fleiri liðum einkaneyslu, einkum varanlegri neysluvöru. Eins og fram kemur í greinargerð Seðlabankans til ríkisstjórnar- innar hefur húsnæðisliður vísitölu neysluverðs þann ákjósanlega eigin- leika frá sjónarhóli seðlabanka með verðbólgumarkmið að vera leið- andi vísbending um almenna verðbólgu síðar meir.9 Þetta stafar væntanlega af því að húsnæðismarkaðurinn er aðskilinn frá erlendum mörkuðum. Aukinni eftirspurn eftir húsnæði verður því ekki beint út úr þjóðarbúskapnum eins og gildir um ýmsa aðra vöru og þjónustu, né heldur gætir erlendrar samkeppni að nokkru marki. Þegar eftir- spurn eykst hratt tekur húsnæðisverð því oft að hækka fyrr og meira en verðlag á vörum og þjónustu almennt. Að auki er framboð hús- næðis óteygið (tregbreytilegt), sem leiðir til þess að verðlag hækkar meira en ella ef eftirspurn eykst skyndilega. Æskilegra að herða aðhald áður en líkur á verðfalli aukast Þótt Seðlabankinn sé eindregið fylgjandi því að húsnæðiskostnaður verði áfram þáttur þeirrar vísitölu sem verðbólgumarkmiðið miðast við er ekki þar með sagt að ekki geti komið upp aðstæður sem krefjast þess að brugðist sé með öðrum hætti við verðbólgu sem að mestu leyti skýrist af hækkun húsnæðiskostnaðar. Húsnæðisverð er eigna- verð og lýtur því að mörgu leyti svipuðum lögmálum og annað eigna- verð. Væntingar hafa umtalsverð áhrif á verðmyndunina, stöku sinn- um getur spákaupmennska jafnvel leitt til eignaverðsbólu og treg- breytileiki framboðs húsnæðis eykur líkur á því að verð húsnæðis víki verulega frá byggingarkostnaði um sinn, sem aftur getur leitt til of- framboðs og snarprar verðlækkunar síðar. Vandi peningastefnunnar á hverjum tíma felst meðal annars í því að meta líkur á skyndilegri lækk- un íbúðaverðs. Verðlækkun kann að gerast sjálfkrafa vegna offram- boðs á húsnæði, breytinga á ytri skilyrðum eða fyrir tilverknað pen- 9. Sjá Þórarin G. Pétursson (2002), „Mat á kjarnaverðbólgu og notkun við mótun pen- ingastefnunnar“, Peningamál 2002/4, bls. 52-61.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.