Peningamál - 01.03.2005, Page 51

Peningamál - 01.03.2005, Page 51
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 51 Viðauki 1 Framvirkir vextir og notkun þeirra í greiningu Seðlabankans Í þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans er gert ráð fyrir að vextir og gengi gjaldmiðla haldist óbreytt út spátímabilið. Ástæðan er sú að Seðlabankinn hefur áhuga á því að vita hver þróun efnahagsmála verður miðað við óbreytta vexti og gengi og tekur í ljósi niðurstöð- unnar ákvörðun um aðgerðir í peningamálum til að ná verðbólgu- markmiði bankans. Spá byggð á óbreyttri peningastefnu og gengi getur hins vegar verið nokkuð misvísandi, sérstaklega þegar ljóst er að mikilvægar forsendur muni ekki halda. Forsendan um óbreytta vexti kann að vera afdrifarík þegar verðbólga er langt frá verðbólgumark- miði bankans eða fyrirsjáanlegir skellir framundan og því einsýnt að herða þurfi aðhald í peningamálum. Væntingar um slíkt aðhald birtast meðal annars í ávöxtunarkröfu á markaði. Í síðustu útgáfu Peninga- mála var birt fráviksdæmi frá meginspá bankans þar sem gert var ráð fyrir breytilegum vöxtum og gengi. Í þeirri spá voru stýrivextir látnir þróast samkvæmt fólgnum framvirkum vöxtum. Framvirku vextirnir eru reiknaðir út frá vaxtarófi stundarvaxta, þ.e. framvirku vextirnir eru fólgnir í þeim vöxtum sem gilda á markaði á hverri stundu. Gerum t.d. ráð fyrir að viðskipti fari fram í Kauphöll- inni með skuldabréf að nafnvirði 100 kr. með lokadag eftir tvö ár á verðinu 91,573. Með einföldum vaxtareikningi má finna ávöxtunar- kröfu bréfsins r2 = 4,5% sem jafnframt eru stundarvextir á markaðn- um til tveggja ára. Með því að skoða fleiri viðskipti kemur fram mynd af ósamfelldu vaxtarófi. Vaxtarófið segir ekki eingöngu til um hverjir vextirnir verða frá deginum í dag til lokadags heldur eru í vaxtarófinu fólgnar upplýsingar um vænta vexti í framtíðinni. Gerum ráð fyrir að fjárfesti standi til boða að fjárfesta í framangreindu skuldabréfi til tveggja ára, en jafnframt að fjárfesta í skuldabréfi til eins árs, að sama nafnvirði, sem hann getur svo endurnýjað að einu ári liðnu á þekktum vöxtum. Til þess að ekki myndist högnunartækifæri (e. arbitrage) á markaðnum verða báðir fjárfestingarkostirnir að teljast sambærilegir og þá þarf að gilda að: (1) þar sem r1 táknar stundarvexti til eins árs, r2 táknar stundarvexti til tveggja ára og f táknar fólgna framvirka vexti eftir eitt ár til eins árs. Ef gert er ráð fyrir að stundarvextir til eins árs samkvæmt vaxtarófinu séu r1 = 3,5%, má reikna út fólgnu framvirku vextina á eftirfarandi hátt: (2)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.