Peningamál - 01.03.2005, Side 57

Peningamál - 01.03.2005, Side 57
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 57 milli þessara fjögurra aðferða liggur í því að leitniferill vinnuafls er fundinn með fjórum mismunandi aðferðum. Einfaldasta aðferðin er að nota HP-síuna til að finna leitniferil vinnuaflsnotkunar. Hinar aðferðirnar skipta fyrst vinnuaflsnotkun upp í undirþætti sína: (4) þar sem Ht er atvinnuþátttökuhlutfallið, Lt er mannaflinn, mældur sem fjöldi einstaklinga á vinnualdri, og ut er atvinnuleysishlutfallið. Síðan er reynt að meta náttúrulegt atvinnuleysisstig hagkerfisins, þ.e. það at- vinnuleysi sem mælist við fulla nýtingu framleiðsluþáttanna. Þrjár að- ferðanna fimm sem notaðar hafa verið í Seðlabankanum til að meta framleiðslugetu hagkerfisins byggjast á mismunandi mati á náttúru- legu atvinnuleysi. Ein leiðin notast við HP-síun á atvinnuleysisstiginu, en hinar tvær notast við ákveðið mat á náttúrulegu atvinnuleysi. Þar er annars vegar gert ráð fyrir að við fulla nýtingu framleiðsluþáttanna á Íslandi mælist 2,5% atvinnuleysi, og hins vegar að það mælist 3,0%. Hver þessara fimm leiða gefur ákveðið mat á framleiðsluget- unni, sem síðan er notað ásamt mældri framleiðslu til þess að reikna framleiðsluspennuna (með jöfnu (1)). Áhrif stóriðjuframkvæmda Framkvæmdir við álbræðslur og orkuver sem nú eiga sér stað hafa töluverð áhrif á landsframleiðsluna. Mikilvægt er að greina á milli áhrifa þeirra á framleiðslugetu annars vegar og framleiðsluspennu hins vegar. Framkvæmdirnar hafa ekki aðeins áhrif á framleiðslu, heldur einnig á framleiðslugetu hagkerfisins, bæði á byggingartíman- um og að honum loknum. Þess vegna er nauðsynlegt að taka sérstak- lega tillit til áhrifa þeirra á fjármunastofn, vinnuaflsnotkun, heildar- þáttaframleiðni og náttúrulegt atvinnuleysi, þegar framleiðslugetan er metin út frá framleiðslufallinu (3). Til þess að taka sérstaklega tillit til þessara þátta er nauðsynlegt að endurmeta ýmsar þeirra stærða sem liggja til grundvallar mati á framleiðslugetu með hliðsjón af áhrifum framkvæmdanna á þær. Reiknað er með því að framkvæmdaferillinn sé þekktur með vissu. Þjóðhagslíkan Seðlabankans er þá notað til að meta framleiðslu, fjár- munastofn, vinnuaflsnotkun og mannafla sem myndast hefðu ef framkvæmdirnar ættu sér ekki stað. Þetta er gert með því að spá þess- um stærðum á framkvæmdatímanum án þess að taka tillit til fram- kvæmdanna. Þannig fæst fráviksspá án stóriðjuframkvæmda. Leitni heildarþáttaframleiðninnar er látin þróast eins og í fráviks- spánni að viðbættum framleiðnihnykk þegar framkvæmdirnar ganga yfir. Byggt er á útreikningum sem Þjóðhagsstofnun gerði sem sýna að framkvæmdirnar muni að öðru óbreyttu bæta 1% við landsframleiðsl- una þegar verksmiðjurnar eru komnar í fulla framleiðslu. Þessi viðbót kemur fram í heildarþáttaframleiðninni á nokkrum árum og mun nema 1% af landsframleiðslu þegar verksmiðjurnar eru komnar í fulla vinnslu. Fjármunastofn sem samsvarar fullri nýtingu framleiðsluþáttanna er látinn þróast eins og í dæminu án stóriðjufjárfestingar. Nýjum verk-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.