Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 59

Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 59
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 59 Frá því að Seðlabanki Íslands tók upp formlegt verðbólgumarkmið í mars árið 2001 hefur bankinn gert verðbólguspár tvö ár fram í tímann. Verðbólguspárnar gegna lykilhlutverki við ákvarðanir í pen- ingamálum. Verðbólgu er spáð að gefnum óbreyttum stýrivöxtum. Með hliðsjón af spánni er lagt mat á hvort ríkjandi stýrivextir dugi til að halda verðbólgu sem næst 2½% verðbólgumarkmiði bankans. Ef horfur eru á umtalsverðu fráviki kallar það yfirleitt á vaxtabreytingu. Ekki er þó um vélrænt samband að ræða milli spárinnar og ákvarðana í peningamálum. Verðbólguspár eru hins vegar háðar óvissu sem eykst eftir því sem lengra er horft fram á veginn. Við vaxtaákvarðanir tekur Seðla- bankinn ekki aðeins tillit til meginspárinnar, heldur einnig líkindadreif- ingar hennar. Til þess að undirstrika það og upplýsa almenning og markaðsaðila um mat bankans á óvissunni birtir bankinn óvissumat hverrar spár, þ.e.a.s. það verðbólgubil sem 50%, 75% og 90% líkur eru á að verðbólgan verði innan við. Myndrænt er líkindadreifingin sýnd með sífellt dekkri litum eftir því sem bil dreifingarinnar þrengist.1 Mat á helstu óvissuþáttum og slagsíðu þeirra er jafnframt skýrt í texta sem fylgir spánni. Þessi aðferð stuðlar að skarpari greiningu á ýmsum þáttum sem geta haft áhrif á spána og undirstrikar mikilvægi þeirra við undirbúning spágerðarinnar. Dæmi um þessa framsetningu má sjá á mynd 1 sem sýnir verðbólguspá bankans á fjórða ársfjórðungi 2004. Þar má sjá að líklegra var talið að verðbólga í lok árs 2006 yrði meiri en spáð var en að hún yrði minni. Hér á eftir er skýrt nánar hvernig líkindadreifing spárinnar er metin og hvernig óvissuþættir eru vegnir saman. Líkindadreifing verðbólguspárinnar Óvissa í verðbólguspám Seðlabankans er metin út frá sögulegum gögnum um skekkjur í spám bankans eitt og tvö ár fram í tímann.2 Óvissan getur hins vegar verið mismikil. Söguleg gögn endurspegla því ekki endilega vel þá óvissu sem framundan er. Því er lagt mat á það í hvert skipti hvort ástæða sé til að skala spáóvissu sem reiknuð er út frá sögulegum gögnum upp eða niður. Að sama skapi getur slagsíðan í óvissunni ýmist verið meiri upp á við eða niður á við, þ.e.a.s. ýmist er talið líklegra að verðbólga næstu eitt eða tvö árin Viðauki 3 Óvissumat verðbólguspár Seðlabankans 0 1 2 3 4 5 6 7 8 % 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Efri þolmörk Neðri þolmörk Verðbólgumarkmið Vísitala neysluverðs Mynd 1 Verðbólguspá Seðlabankans í Peningamálum 2004/4 | | |2003 2004 2005 2006 1. Í þessu felst að taldar eru 10% líkur á því að verðbólga lendi utan litaða svæðisins. 2. Frá því að Seðlabankinn hóf að birta ársfjórðungslegar verðbólguspár tvö ár fram í tímann í Peningamálum 2001/2, hefur staðalfrávik skekkju spárinnar tvö ár fram í tímann verið um 1,1%. Á sama tímabili hefur staðalfrávik skekkju spárinnar eitt ár fram í tímann verið heldur meira eða um 1,2%. Enn sem komið er byggist matið á tiltölulega fáum mælingum, en áreiðanlegra mat á staðalfráviki skekkja spárinnar ætti að fást þegar fram líða stundir. Úttekt á spáskekkjum verðbólguspár bankans er birt í Peningamálum einu sinni á ári, síðast í Peningamálum 2004/2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.