Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 59
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
1
59
Frá því að Seðlabanki Íslands tók upp formlegt verðbólgumarkmið í
mars árið 2001 hefur bankinn gert verðbólguspár tvö ár fram í
tímann. Verðbólguspárnar gegna lykilhlutverki við ákvarðanir í pen-
ingamálum. Verðbólgu er spáð að gefnum óbreyttum stýrivöxtum.
Með hliðsjón af spánni er lagt mat á hvort ríkjandi stýrivextir dugi til
að halda verðbólgu sem næst 2½% verðbólgumarkmiði bankans. Ef
horfur eru á umtalsverðu fráviki kallar það yfirleitt á vaxtabreytingu.
Ekki er þó um vélrænt samband að ræða milli spárinnar og ákvarðana
í peningamálum.
Verðbólguspár eru hins vegar háðar óvissu sem eykst eftir því
sem lengra er horft fram á veginn. Við vaxtaákvarðanir tekur Seðla-
bankinn ekki aðeins tillit til meginspárinnar, heldur einnig líkindadreif-
ingar hennar. Til þess að undirstrika það og upplýsa almenning og
markaðsaðila um mat bankans á óvissunni birtir bankinn óvissumat
hverrar spár, þ.e.a.s. það verðbólgubil sem 50%, 75% og 90% líkur
eru á að verðbólgan verði innan við. Myndrænt er líkindadreifingin
sýnd með sífellt dekkri litum eftir því sem bil dreifingarinnar þrengist.1
Mat á helstu óvissuþáttum og slagsíðu þeirra er jafnframt skýrt í texta
sem fylgir spánni. Þessi aðferð stuðlar að skarpari greiningu á ýmsum
þáttum sem geta haft áhrif á spána og undirstrikar mikilvægi þeirra
við undirbúning spágerðarinnar. Dæmi um þessa framsetningu má sjá
á mynd 1 sem sýnir verðbólguspá bankans á fjórða ársfjórðungi 2004.
Þar má sjá að líklegra var talið að verðbólga í lok árs 2006 yrði meiri
en spáð var en að hún yrði minni.
Hér á eftir er skýrt nánar hvernig líkindadreifing spárinnar er
metin og hvernig óvissuþættir eru vegnir saman.
Líkindadreifing verðbólguspárinnar
Óvissa í verðbólguspám Seðlabankans er metin út frá sögulegum
gögnum um skekkjur í spám bankans eitt og tvö ár fram í tímann.2
Óvissan getur hins vegar verið mismikil. Söguleg gögn endurspegla
því ekki endilega vel þá óvissu sem framundan er. Því er lagt mat á
það í hvert skipti hvort ástæða sé til að skala spáóvissu sem reiknuð
er út frá sögulegum gögnum upp eða niður. Að sama skapi getur
slagsíðan í óvissunni ýmist verið meiri upp á við eða niður á við,
þ.e.a.s. ýmist er talið líklegra að verðbólga næstu eitt eða tvö árin
Viðauki 3
Óvissumat verðbólguspár
Seðlabankans
0
1
2
3
4
5
6
7
8
%
50% óvissubil
75% óvissubil
90% óvissubil
Efri þolmörk
Neðri þolmörk
Verðbólgumarkmið
Vísitala neysluverðs
Mynd 1
Verðbólguspá Seðlabankans í
Peningamálum 2004/4
| | |2003 2004 2005 2006
1. Í þessu felst að taldar eru 10% líkur á því að verðbólga lendi utan litaða svæðisins.
2. Frá því að Seðlabankinn hóf að birta ársfjórðungslegar verðbólguspár tvö ár fram í tímann
í Peningamálum 2001/2, hefur staðalfrávik skekkju spárinnar tvö ár fram í tímann verið
um 1,1%. Á sama tímabili hefur staðalfrávik skekkju spárinnar eitt ár fram í tímann verið
heldur meira eða um 1,2%. Enn sem komið er byggist matið á tiltölulega fáum mælingum,
en áreiðanlegra mat á staðalfráviki skekkja spárinnar ætti að fást þegar fram líða stundir.
Úttekt á spáskekkjum verðbólguspár bankans er birt í Peningamálum einu sinni á ári,
síðast í Peningamálum 2004/2.