Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 71

Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 71
Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti um eina prósentu í byrjun desember og aftur um hálfa prósentu í febrúar. Gengi krónunnar hækkaði í kjölfarið og fór vísitala gengisskráningar niður fyrir 110 í febrúar en hafði verið nærri 120 síðari hluta nóvember. Aðrir vextir hækkuðu einnig en ávöxtun ríkisvíxla virðist þó lúta öðrum lög- málum, a.m.k. um sinn. Um áramótin hætti Seðlabankinn kaupum á gjaldeyri til að styrkja gjaldeyrisforða sinn en hélt áfram kaupum vegna þarfa ríkissjóðs fyrir gjaldeyri. Hlutabréfaverð tók að rísa á ný upp úr áramótum. Skuldabréfamarkaður var líflegur í desember, dofnaði í janúar en lifnaði síðan við á ný um miðjan febrúar. Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1 Vaxtahækkanir og gengisstyrking Gengi krónunnar styrktist í kjölfar vaxtahækkunar í desember ... Seðlabanki Íslands tilkynnti um hækkun stýrivaxta um eina prósentu 2. desember 2004. Helstu ástæður fyrir svo mikilli hækkun stýrivaxta voru að þensla á íbúðamarkaði hafði vaxið verulega í kjölfar aukinnar samkeppni á lánamarkaði og að framkvæmdum við stóriðju hafði verið flýtt og þær auknar. Verðbólguhorfur höfðu því versnað. Um- fang hækkunarinnar kom nokkuð á óvart þótt væntingar hefðu verið um hækkun vaxta á gjaldeyrismarkaði dagana fyrir tilkynninguna. Gengið styrktist skarpt eftir vaxtahækkunina og lækkaði síðan nokkuð áður en það tók að hækka á ný. Í janúar og febrúar hélt gengið áfram að styrkjast. Auk meiri vaxtamunar við útlönd stuðluðu jákvæðar fréttir af aflabrögðum, erlendri fjárfestingu og breyttu lánshæfismati að styrkingunni en ekki varð séð að neikvæðar fréttir, t.d. fréttir um vöruskiptajöfnuð við útlönd, hefðu merkjanleg áhrif. Í byrjun febrúar snerist þróunin við um skamma hríð en sótti skömmu síðar í sama farið á ný. Í lok febrúar var vísitala gengisskráningar á svipuðu róli og í byrjun júní 2000, þ.e. skömmu eftir að gengið náði hæsta gildi. Þró- un vísitölu gengisskráningar má sjá á mynd 1. ...og aftur í febrúar Stýrivextir voru aftur hækkaðir um hálfa prósentu 18. febrúar 2005 samhliða því að Seðlabankinn birti greinargerð til ríkisstjórnar eftir að verðbólga rauf þolmörk peningastefnunnar sem tilgreind voru í sam- eiginlegri yfirlýsingu Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar í mars 2001. Hækkunin hafði tafarlaus áhrif á gengi krónunnar, jafnvel þótt spár greiningadeilda bankanna bentu til þess að markaðurinn vænti vaxta- hækkunar. Á tímabilinu frá 24. nóvember til 28. febrúar lækkaði vísi- tala gengisskráningar alls um rúmlega 8%. Um alllangt skeið hafa ríkt væntingar um styrkingu íslensku krónunnar vegna stórframkvæmda á Austurlandi og í tengslum við stækkun Norðuráls. Þar af leiðandi hafa íslensk fyrirtæki getað búið sig undir þessar aðstæður og stærstu fyrir- tækin hafa haft uppi viðamiklar gengisvarnir sem til þessa virðast hafa haldið. Það sem ekki varð þó séð jafn vel fyrir var mikil veiking Banda- ríkjadals á alþjóðlegum mörkuðum undir lok ársins og fyrstu dagana í janúar. Gengi evru gagnvart Bandaríkjadal fór í 1,3667 hinn 30. 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 4. mars 2005. J F M A M J J Á S O N D | J F 106 109 112 115 118 121 124 127 31. desember 1991 = 100 Gengisskráningarvísitala Mynd 1 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 5. janúar 2004 - 1. mars 2005 M J J Á S O N D | J F M 4 6 8 10 12 14 16 % Óverðtryggðir kjörvextir banka Meðalvextir óverðtryggðra skuldabréfalána banka Stýrivextir Seðlabankans Hækkun bankavaxta og stýrivaxta 1. maí 2004 - 1. mars 2005 Mynd 2 Heimild: Seðlabanki Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.