Peningamál - 01.03.2005, Síða 74

Peningamál - 01.03.2005, Síða 74
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 74 Gjaldeyriskaup til að mæta þörfum ríkissjóðs Dregið var úr gjaldeyriskaupum Seðlabankans um áramót en þá hætti bankinn kaupum gjaldeyris til að styrkja gjaldeyrisforðann. Hann hélt aðeins áfram kaupum gjaldeyris til að mæta þörfum ríkissjóðs vegna vaxtagreiðslna og endurgreiðslna erlendra lána eins og skýrt var frá í síðasta hefti Peningamála. Nettóinnstæða ríkissjóðs í Seðlabankanum hækkaði nokkuð í febrúar og var á tímabili nærri 30 ma.kr. sem er óvenjuhátt. Skýringarnar eru nokkrar, m.a. hafa tekjur ríkissjóðs vaxið vegna mikilla umsvifa í hagkerfinu en einnig greiddi Íbúðalánasjóður upp í lán sem sjóðurinn hafði tekið hjá ríkissjóði. Þessa góðu stöðu hefur ríkissjóður m.a. nýtt til að grynnka á erlendum skuldum eins og boðað hafði verið þegar fjárlög voru til afgreiðslu á Alþingi. Þetta rýrir gjaldeyrisforða Seðlabankans tímabundið en ef að líkum lætur styrkist hann á ný þegar líður á árið. Fyrirgreiðsla Seðlabankans minnkar Þörf lánastofnana fyrir fyrirgreiðslu í Seðlabankanum hefur minnkað vegna rýmri lausafjárstöðu þeirra. Endurhverf viðskipti hafa minnkað og sala innstæðubréfa einnig dregist saman, sérstaklega eftir að Íbúðalánasjóður hóf aftur viðskipti við Seðlabankann en þau höfðu legið niðri um hríð. Að hluta til má rekja samdrátt endurhverfra við- skipta og sölu innstæðubréfa til meira jafnvægis á krónumarkaði en aðilar þar virðast í auknum mæli ná að jafna út stöðu sína með inn- byrðis viðskiptum. Um tíma var nokkurt ójafnvægi meðal stofnana sem ekki virtist hægt að jafna með slíkum viðskiptum. Mynd 4 sýnir þróun endurhverfra viðskipta og innstæðubréfa á síðustu mánuðum. Daglán hafa dregist verulega saman og má rekja það að miklu leyti til betri fjárstýringar og sameiningu bindireikninga og viðskiptareikninga í Seðlabankanum síðla árs 2003. Í janúar og febrúar námu daglán samtals 800 m.kr. en meðaldaglán á mánuði árin 2003 og 2004 voru um 11,7 ma.kr. Mynd 5 sýnir þróun daglána frá byrjun árs 2003. Hlutabréfamarkaður líflegur Hlutabréfaverð, sem tók dýfu seint í október, tók aftur að hækka í janúar og var það rakið til væntinga um góða afkomu skráðra félaga sem gekk eftir í flestum tilfellum. Sérstaklega var hagnaður fjármála- fyrirtækja mikill en afkoma flestra annarra fyrirtækja var einnig góð, þar á meðal eru útflutningsfyrirtæki sem virðast hafa náð að verjast gengisbreytingum að nokkru. Markaðurinn virðist þó vera næmari fyrir fréttum en um nokkurt skeið, t.a.m. gáfu afkomufréttir sem voru verri en væntingar markaðarins tilefni til lækkunar hlutabréfaverðs en slíkt hefur ekki ávallt gerst. Ef litið er til baka, t.d. til miðs árs 2001, hefur hækkun úrvalsvísitölunnar svarað til 40% ávöxtunar á ári. Mynd 6 sýnir þróun úrvalsvísitölu hlutabréfa í Kauphöll Íslands. Skuldabréfamarkaður róast Eftir vaxtahækkun Seðlabankans í desember lifnaði yfir skuldabréfa- markaði bæði vegna þátttöku innlendra og erlendra fjárfesta. Ávöxt- unarkrafa íbúðabréfa hækkaði í kjölfarið og er líklegt að erlendir aðilar hafi losað um stöður og innleyst hagnað. Hækkunin varaði þó ekki lengi. Um áramótin jókst áhuginn á íbúðabréfunum á ný og ávöxtun- J F M A M J J Á S O N D J F 0 10 20 30 40 50 60 -10 -20 -30 Ma.kr. Innstæðubréf Endurhverf viðskipti Staða endurhverfra viðskipta og innstæðubréfa Mynd 4 Heimild: Seðlabanki Íslands. Vikulegar tölur 30. desember 2003 - 22. febrúar 2005 J M M J S N J M M J S N J M 2003 2004 2005 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 Ma.kr. Daglán hjá Seðlabanka Íslands Mynd 5 Heimild: Seðlabanki Íslands. Velta hvers mánaðar janúar 2003 - febrúar 2005 0 5 0 0 1 .0 0 0 1 .5 0 0 2 .0 0 0 2 .5 0 0 3 .0 0 0 3 .5 0 0 4 .0 0 0 4 .5 0 0 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 31. desember 1997 = 1.000 Úrvalsvísitala hlutabréfa Mynd 6 Heimild: Kauphöll Íslands. Daglegar tölur 6. janúar 1998 - 1. mars 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.