Peningamál - 01.03.2005, Side 80
GRE INARGERÐ
T I L R ÍK I SST JÓRNAR
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
1
80
að stórauka húsnæðiseftirspurn hafa breytingar á lánamarkaði átt tölu-
verðan þátt í því að verðbólga mælist nú yfir þolmörkum.
Hækkun húsnæðisliðar skýrir um helming verðbólgunnar
undanfarna tólf mánuði
Áhrif aukins framboðs lánsfjár á neysluverðlag hafa til þessa einkum
komið fram í húsnæðislið vísitölu neysluverðs. Í byrjun febrúar hafði
húsnæðisliðurinn hækkað um 14% á einu ári og hefur húsnæðisverð-
bólga ekki verið meiri frá árinu 2000. Meginástæðan er hækkun
markaðsverðs húsnæðis, sem undanfarna tólf mánuði hefur hækkað
um 17%. Ekki eru öll kurl komin til grafar í þeim efnum. Mikil hækkun
fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu undir lok sl. árs er ekki að fullu
komin fram í vísitölunni, þar sem í henni er miðað við þriggja mánaða
meðaltöl. Af 4,5% hækkun vísitölunnar undanfarna tólf mánuði staf-
ar u.þ.b. helmingur af hækkun húsnæðisliðarins.
Annar þáttur vísitölunnar sem hækkað hefur töluvert umfram
aðra er verðlag opinberrar þjónustu. Eftir þó nokkra hækkun í febrúar
nam tólf mánaða verðhækkun opinberrar þjónustu 7,2%. Verðlag þjón-
ustu einkaaðila hefur einnig hækkað töluvert umfram verðbólgumark-
miðið, eða um 3,6%. Þar sem þjónusta einkaaðila vegur þungt í vísi-
tölunni, eða rúmlega 23%, hefur hækkun þessa liðar lagt umtalsverð-
an skerf til hækkunar vísitölunnar (sjá mynd 3).
Verulega hefur dregið úr þætti verðhækkunar bensíns og olíu í
hækkun vísitölunnar undanfarna mánuði. Bensínverð var í febrúar
4,9% hærra en fyrir ári og áhrif þeirrar hækkunar á tólf mánaða
hækkun vísitölunnar námu tæplega 0,2%. Ef horft er framhjá áhrifum
hækkandi verðlags húsnæðis, opinberrar þjónustu og bensíns var
verðbólgan tæplega 2% á undanförnum tólf mánuðum eins og sést
af mynd 4.
Með nokkrum undantekningum hefur verðlag vöru haldist til-
tölulega stöðugt undanfarið ár. Auk bensíns hefur verðlag innlendrar
búvöru, einkum kjötvöru, hækkað verulega. Að frátöldu bensíni hefur
verðlag innfluttrar vöru hjaðnað um ríflega 1%.
Verðlag hefur hækkað mest á vörum og þjónustu í greinum sem
ekki sæta erlendri samkeppni
Verðlagsþróun undanfarinna mánaða fylgir kunnuglegu mynstri. Í
byrjun uppsveiflu gætir aukinnar eftirspurnar, einkum í verðlagi á
þeim sviðum þar sem erlendrar samkeppni gætir minnst, enda hefur
gengið tilhneigingu til að hækka í byrjun uppsveiflu. Gengishækkunin
veitir viðnám gegn hækkun verðlags á sviðum þar sem erlend sam-
keppni er fyrir hendi. Það á hins vegar ekki við um íbúðamarkaðinn,
töluverðan hluta þjónustu einkaaðila, búvöru eða opinbera þjónustu.
Vaxandi ójafnvægi í ytri jöfnuði þjóðarbúskaparins veikir hins vegar
stöðu gjaldmiðilsins og þar með verðbólguhorfur til lengri tíma.
Verðbólgan undanfarið ár var í meginatriðum eftirspurnardrifin
Verðbólga getur til skemmri tíma ýmist verið eftirspurnardrifin, ráðist
af kostnaðarbreytingum, eða af samspili hvors tveggja. Á síðasta ári
átti kostnaðarþróun utan áhrifasviðs innlendrar peningastefnu,
þ.e.a.s. verðhækkun eldsneytis á erlendum mörkuðum, lengi vel
Mynd 4
Vísitölur neysluverðs
A J O J A J O J A J O J A J O J A J O J A J O J A J O
1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005
0
2
4
6
8
10
12
-2
12 mánaða breyting (%)
Vísitala neysluverðs
Vísitala neysluverðs
án húsnæðis, bensíns og opinberrar þjónustu
Samræmd vísitala neysluverðs
Mynd 3
Nokkrir undirliðir vísitölu neysluverðs
Sl. 12 mán. Sl. 6 mán. Sl. 3 mán. Sl. 1 mán.
0,0
0,5
1,0
1,5
2,0
2,5
3,0
-0,5
-1,0
-1,5
%
Innlendar vörur án búvöru og grænmetis
Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks
Húsnæði
Opinber þjónusta
Almenn þjónusta
Áhrif á þróun vísitölu neysluverðs sl. 1, 3, 6 og 12 mánuði