Peningamál - 01.03.2005, Síða 88

Peningamál - 01.03.2005, Síða 88
Algengt er að vinnuaflsnotkun dragist saman í upphafi efna- hagsbata. Samdrátturinn að þessu sinni var hins vegar óvenjumikill og töluvert meiri en hann var í byrjun síðustu uppsveiflu. Jafnframt hefur hagvöxtur verið meiri. Hagvöxtur án atvinnusköpunar er ekki séríslenskt fyrirbæri. Í flestum þróuðum ríkjum hefur komið á óvart að undanförnu hve vinnuaflseftirspurn hefur vaxið hægt miðað við hagvöxt. Meðal skýr- inga sem nefndar hafa verið er að mikil fjárfesting í upplýsingatækni í lok síðasta áratugar sé fyrst nú að skila sér í aukinni framleiðni og fækkun starfa, þar sem það hafi tekið stjórnendur fyrirtækja tíma að endurskipuleggja starfsemina (Bernanke 2003). Líklegt er að sam- dráttur í vinnumagni stafi að einhverju leyti af innleiðingu upplýsinga- tækni því að ekki hafa Íslendingar verið eftirbátar annarra þjóða á þeim vettvangi. 1.1. Hátt launahlutfall Þróun launakostnaðar í lok síðustu uppsveiflu kann að hafa ýtt undir hagræðingu og dregið úr vinnuaflsnotkun. Eins og fram kemur á mynd 2 jókst launahlutfallið töluvert í síðustu uppsveiflu enda launaskrið veru- legt. Launahlutfallið hefur ekki orðið svo hátt í undangengnum upp- sveiflum. Ein hugsanleg skýring á því hversu hátt launahlutfallið hefur verið er að aukin samkeppni hafi gert fyrirtækjum erfiðara um vik að varpa auknum launakostnaði út í verðlag.5 Þau hafi því orðið að ganga á rekstrarhagnað sinn. Hátt launahlutfall ætti að hafa hvatt fyrirtæki til þess að lækka rekstrarkostnað með því að draga úr vinnuaflsnotkun. Árið 2001 lækkaði launahlutfallið en jókst aftur á árunum 2002 og 2003 og má ætla að töluverður hvati hafi enn verið fyrir hendi á þeim árum til að draga úr vinnuaflsnotkun enda lækkar launahlutfallið aftur árið 2004. 1.2. Innflutningur vinnuafls Samkvæmt ofangreindu voru bæði hvati og möguleikar fyrir hendi fyrir atvinnurekendur að draga úr launakostnaði með minni vinnuafls- notkun. Önnur líkleg ástæða þess hversu hægt innlend vinnuaflsnotk- un hefur aukist er mikill innflutningur vinnuafls.6 Aukinn innflutningur vinnuafls er að nokkru leyti afsprengi aukinnar samkeppni milli fyrir- tækja. Fyrirtæki í samkeppni geta ekki lengur varpað launakostnaði umfram framleiðniþróun út í verðlagið.7 Þau velja því að flytja inn vinnuafl þegar skortur er á því í stað þess að yfirbjóða starfsmenn annarra fyrirtækja. Notkun erlends vinnuafls jókst í síðustu uppsveiflu P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 88 RÁÐGÁTUR Á V INNUMARKAÐI 5. Hækkun hlutfalls launakostnaðar í lok síðasta áratugar endurspeglar að raunlaun uxu hraðar en framleiðni á þessu tímabili. Þegar horft er til alls tímabilsins frá 1973 er rétt að hafa í huga að hér eru eigin laun sjálfstætt starfandi einstaklinga skráð með hagnaði en ekki launum. Þróun í fjölda sjálfstætt starfandi (t.d. fækkun bænda og fjölgun sjálfstætt starfandi iðnaðarmanna) hefur þess vegna áhrif á þróun launahlutfallsins. Þróun í vægi einstakra geina (t.d. aukið vægi þjónustu, þ.m.t. opinberrar þjónustu, þar sem launa- hlutfallið er tiltölulega hátt) hefur einnig áhrif á þróun launahlutfallsins í heild. Það er því ráðlegt að fara varlega í að draga ályktanir af þróun launahlutfallsins yfir langt tímabil. 6. Úrtak vinnumarkaðskönnunar nær eingöngu til einstaklinga sem eru í þjóðskrá. Erlent vinnuafl, sem er hér aðeins tímabundið, kemur því illa og seint fram í vinnumarkaðskönn- un Hagstofunnar. 7. Sjá umfjöllun um áhrif aukinnar samkeppni á vörumarkaði á bls. 84. Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd 2 Hlutfall launa og launatengdra gjalda í vergum þáttatekjum 1973-2004 76 78 80 82 84 86 88 90 92 94 96 98 00 02 04 50 55 60 65 70 75 % 1974 Hlutfall af mannafla Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. 1986 88 90 92 94 96 98 00 02 04 0,0 0,5 1,0 1,5 -0,5 -1,0 -1,5 % 0,0 1,0 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 % Atvinnuleysi (hægri ás) Aðfluttir Íslendingar umfram brottflutta (vinstri ás) Aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta (vinstri ás) Mynd 3 Aðfluttir umfram brottflutta 1986-2004
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.