Peningamál - 01.03.2005, Side 90

Peningamál - 01.03.2005, Side 90
2. Fleiri laus störf – meira atvinnuleysi 2.1. Atvinnuleysi. Hvað er nýtt? Þróun atvinnuleysis undanfarið hefur verið með nokkuð öðru móti en í niðursveiflunni í upphafi síðasta áratugar. Samdráttarskeiðið nú var stutt og atvinnuleysi töluvert minna en þá varð. Atvinnuleysi á höf- uðborgarsvæðinu var frá upphafi mun meira en á landsbyggðinni, bæði meðal karla og kvenna, ólíkt því sem varð í upphafi tíunda ára- tugar, þegar atvinnuleysi á landsbyggðinni var meira í upphafi.11 Minna atvinnuleysi á landsbyggðinni nú stafar fyrst og fremst af því að samdrátturinn árin 2001 til 2002 stafaði af gengislækkun og aðlögun eftirspurnar í kjölfarið en flest samdráttarskeið sögunnar, og þar með samdráttarskeiðið á síðasta áratug, hafa átt upptök sín í lægð í sjávarútvegi sem hefur m.a. komið fram í meira atvinnuleysi á lands- byggðinni. Átaksverkefni sem sett voru í gang á árinu 2003 kunna einnig að hafa haft meiri áhrif á atvinnu karla á landsbyggðinni. Tölur vinnumarkaðskönnunar benda jafnframt til að konur á landsbyggð- inni hafi beinlínis horfið af vinnumarkaði. Flutningur fólks af lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðisins á meðan á uppsveiflunni stóð gæti einnig átt þátt í meira atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu. Einna mest kemur þó á óvart að atvinnuleysi skuli aukast á árinu 2003 á sama tíma og framboð lausra starfa á skrá hjá vinnumiðlunum tvö- faldast.12 2.2. Aukið langtímaatvinnuleysi Langtímaatvinnuleysi jókst einnig á árinu 2003.13 Mynd 8 sýnir sam- band langtímaatvinnuleysis og atvinnuleysis frá árinu 1990. Lang- tímaatvinnuleysi eykst eins og atvinnuleysi á árunum 1991 til 1995 en stendur síðan í stað fyrstu tvö árin eftir að draga tekur úr atvinnuleysi. Svipað samband er á milli langtímaatvinnuleysis og atvinnuleysis á ár- unum 2001 og 2002. Árið 2003 virðist langtímaatvinnuleysi hafa vax- ið hraðar en í lok síðustu niðursveiflu. Langtímaatvinnuleysi hélt einn- ig áfram að aukast á árinu 2004 eftir að dregið hafði úr atvinnuleysi á ný, ólíkt því sem gerðist árið 1996. Bæði aukið atvinnuleysi og aukið langtímaatvinnuleysi samtímis því að störfum fjölgar töluvert bendir til aukins misgengis milli eftir- spurnar og framboðs á vinnumarkaði á árinu 2003 og vekur upp spurningu um hvort dregið hafi úr sveigjanleika á vinnumarkaði. 2.3. Dregur úr sveigjanleika á íslenskum vinnumarkaði? Bandaríski hagfræðingurinn R. Solow (1998) hefur lagt til að nota megi svokallaða Beveridge-kúrfu til að skoða hvort breyting hafi orðið á sveigjanleika á vinnumarkaði. Beveridge-kúrfan sýnir hvernig sam- band eftirspurnar (framboð lausra starfa - lóðrétti ásinn) og framboðs (atvinnuleysi – lárétti ásinn) á vinnumarkaði þróast yfir tíma. Í jafn- RÁÐGÁTUR Á V INNUMARKAÐI P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 90 11. Aukið atvinnuleysi á landsbyggðinni í upphafi árs 2001 stafar af verkefnaskorti í frystihús- um vegna verkfalls sjómanna. 12. Jafnvel þótt lausum störfum á Austurlandi sé sleppt, fjölgar lausum störfum árið 2003 um rúm 60%. 13. Langtímaatvinnulausir teljast þeir sem hafa verið atvinnulausir lengur en sex mánuði. Hlutföll af mannafla (%) Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd 8 0 0,5 1 1,5 2 2,5 3 3,5 4 4,5 5 0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,0 1,2 1,4 1,6 1,8 Langtímaatvinnuleysi Samband atvinnuleysis og langtímaatvinnuleysis Atvinnuleysi 19901991 1992 1998 1999 2000 2004 2001 2002 2003 1993 1994 199519961997 Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd 6 Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni 1991-2005 92 93 94 95 96 97 98 99 00 01 02 03 04 0 1 2 3 4 5 6 7 % Höfuðborgarsvæði Landsbyggð 1991 Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd 7 Atvinnuleysi og störf í boði hjá vinnumiðlunum eftir búsetu J A J O J A J O J A J O J A J O J 2001 2002 2003 2004 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 Fjöldi 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 % Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu (hægri ás) Atvinnuleysi á landsbyggðinni (hægri ás) Fjöldi lausra starfa á höfuðborgarsvæðinu (vinstri ás) Fjöldi lausra starfa á landsbyggðinni (vinstri ás)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.