Peningamál - 01.03.2005, Side 90
2. Fleiri laus störf – meira atvinnuleysi
2.1. Atvinnuleysi. Hvað er nýtt?
Þróun atvinnuleysis undanfarið hefur verið með nokkuð öðru móti en
í niðursveiflunni í upphafi síðasta áratugar. Samdráttarskeiðið nú var
stutt og atvinnuleysi töluvert minna en þá varð. Atvinnuleysi á höf-
uðborgarsvæðinu var frá upphafi mun meira en á landsbyggðinni,
bæði meðal karla og kvenna, ólíkt því sem varð í upphafi tíunda ára-
tugar, þegar atvinnuleysi á landsbyggðinni var meira í upphafi.11
Minna atvinnuleysi á landsbyggðinni nú stafar fyrst og fremst af
því að samdrátturinn árin 2001 til 2002 stafaði af gengislækkun og
aðlögun eftirspurnar í kjölfarið en flest samdráttarskeið sögunnar, og
þar með samdráttarskeiðið á síðasta áratug, hafa átt upptök sín í lægð
í sjávarútvegi sem hefur m.a. komið fram í meira atvinnuleysi á lands-
byggðinni. Átaksverkefni sem sett voru í gang á árinu 2003 kunna
einnig að hafa haft meiri áhrif á atvinnu karla á landsbyggðinni. Tölur
vinnumarkaðskönnunar benda jafnframt til að konur á landsbyggð-
inni hafi beinlínis horfið af vinnumarkaði. Flutningur fólks af lands-
byggðinni til höfuðborgarsvæðisins á meðan á uppsveiflunni stóð
gæti einnig átt þátt í meira atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu. Einna
mest kemur þó á óvart að atvinnuleysi skuli aukast á árinu 2003 á
sama tíma og framboð lausra starfa á skrá hjá vinnumiðlunum tvö-
faldast.12
2.2. Aukið langtímaatvinnuleysi
Langtímaatvinnuleysi jókst einnig á árinu 2003.13 Mynd 8 sýnir sam-
band langtímaatvinnuleysis og atvinnuleysis frá árinu 1990. Lang-
tímaatvinnuleysi eykst eins og atvinnuleysi á árunum 1991 til 1995 en
stendur síðan í stað fyrstu tvö árin eftir að draga tekur úr atvinnuleysi.
Svipað samband er á milli langtímaatvinnuleysis og atvinnuleysis á ár-
unum 2001 og 2002. Árið 2003 virðist langtímaatvinnuleysi hafa vax-
ið hraðar en í lok síðustu niðursveiflu. Langtímaatvinnuleysi hélt einn-
ig áfram að aukast á árinu 2004 eftir að dregið hafði úr atvinnuleysi
á ný, ólíkt því sem gerðist árið 1996.
Bæði aukið atvinnuleysi og aukið langtímaatvinnuleysi samtímis
því að störfum fjölgar töluvert bendir til aukins misgengis milli eftir-
spurnar og framboðs á vinnumarkaði á árinu 2003 og vekur upp
spurningu um hvort dregið hafi úr sveigjanleika á vinnumarkaði.
2.3. Dregur úr sveigjanleika á íslenskum vinnumarkaði?
Bandaríski hagfræðingurinn R. Solow (1998) hefur lagt til að nota
megi svokallaða Beveridge-kúrfu til að skoða hvort breyting hafi orðið
á sveigjanleika á vinnumarkaði. Beveridge-kúrfan sýnir hvernig sam-
band eftirspurnar (framboð lausra starfa - lóðrétti ásinn) og framboðs
(atvinnuleysi – lárétti ásinn) á vinnumarkaði þróast yfir tíma. Í jafn-
RÁÐGÁTUR Á V INNUMARKAÐI
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
1
90
11. Aukið atvinnuleysi á landsbyggðinni í upphafi árs 2001 stafar af verkefnaskorti í frystihús-
um vegna verkfalls sjómanna.
12. Jafnvel þótt lausum störfum á Austurlandi sé sleppt, fjölgar lausum störfum árið 2003 um
rúm 60%.
13. Langtímaatvinnulausir teljast þeir sem hafa verið atvinnulausir lengur en sex mánuði.
Hlutföll af mannafla (%)
Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands.
Mynd 8
0 0,5 1 1,5 2 2,5 3 3,5 4 4,5 5
0,0
0,2
0,4
0,6
0,8
1,0
1,2
1,4
1,6
1,8
Langtímaatvinnuleysi
Samband atvinnuleysis
og langtímaatvinnuleysis
Atvinnuleysi
19901991 1992
1998
1999
2000
2004
2001
2002
2003
1993
1994
199519961997
Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands.
Mynd 6
Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi á
höfuðborgarsvæðinu og
landsbyggðinni 1991-2005
92 93 94 95 96 97 98 99 00 01 02 03 04
0
1
2
3
4
5
6
7
%
Höfuðborgarsvæði
Landsbyggð
1991
Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands.
Mynd 7
Atvinnuleysi og störf í boði hjá
vinnumiðlunum eftir búsetu
J A J O J A J O J A J O J A J O J
2001 2002 2003 2004
0
100
200
300
400
500
600
700
800
900
Fjöldi
0,0
0,5
1,0
1,5
2,0
2,5
3,0
3,5
4,0
4,5
%
Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu (hægri ás)
Atvinnuleysi á landsbyggðinni (hægri ás)
Fjöldi lausra starfa á höfuðborgarsvæðinu (vinstri ás)
Fjöldi lausra starfa á landsbyggðinni (vinstri ás)