Peningamál - 01.03.2005, Page 96

Peningamál - 01.03.2005, Page 96
RÁÐGÁTUR Á V INNUMARKAÐI P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 96 4. Niðurstöður Aukin samkeppni á vörumarkaði er beint eða óbeint lykillinn að svari við þversagnakenndri þróun vinnumarkaðar að undanförnu. Leiða má líkur að því að samdráttur í vinnuaflsnotkun þrátt fyrir töluverðan hagvöxt skýrist að hluta af kerfisbreytingum í íslensku efnahagslífi. Aukin samkeppni á vörumarkaði hefur breytt aðstæðum á vinnu- markaði. Atvinnurekendur þurfa að halda niðri kostnaði þar sem þeir geta ekki varpað honum út í verðlagið í sama mæli og áður. Þeir kjósa því að flytja inn vinnuafl í stað þess að yfirbjóða starfsmenn annarra fyrirtækja. En fleira hefur komið til. Áhrif ofþenslu þjóðarbúskaparins í lok síðustu uppsveiflu, sem birtist m.a. í háu launahlutfalli, verkuðu sem hvati til hagræðingar og hafa dregið úr innlendri vinnuaflsnotkun. Einnig ættu ýmsar breytingar sem gerðar hafa verið á kjarasamn- ingum að undanförnu að auðvelda betri nýtingu vinnuafls. Innleiðing upplýsingatækninnar ætti einnig að hafa skilað sér í aukinni hag- ræðingu og minni vinnuaflsnotkun hér á landi eins og annars staðar. Samdráttur í vinnuaflsnotkun hefur þó líklega ekki verið eins mikill og opinberar tölur sýna, því að innflutningur vinnuafls kemur ekki nægi- lega vel fram í hagtölum. Ekkert bendir til að breytingar á atvinnuleysisbótakerfi og sam- bandi aðila vinnumarkaðar hafi dregið úr sveigjanleika vinnumarkaðar á undangengnum árum. Þróunin virðist frekar hafa verið í átt til aukins sveigjanleika. Misræmi framboðs og eftirspurnar á vinnumarkaði á sér aðrar skýringar, svo sem samsetningu vinnuaflsins eftir menntun og lengri fyrirvara á auglýsingum eftir vinnuafli hjá vinnumiðlunum. Breytingar á skráningu lausra starfa ættu að leiða til þess að samband atvinnu- leysis og framboðs starfa færðist nær stöðunni fyrir árið 2003, og til lengri tíma ætti að draga úr misræmi milli atvinnutækifæra og þekk- ingar vinnuaflsins. Innflutningur vinnuafls hefur, enn sem komið er, komið í veg fyrir launaskrið í geirum þar sem skortur er á starfsfólki. Ef atvinnurek- endur leggja almennt áherslu á að yfirbjóða ekki starfsmenn annarra fyrirtækja heldur flytja inn vinnuafl til að mæta tímabundinni eftir- spurn umfram innlent framboð dregur það úr hættu á að launakostn- aður fari úr böndunum, eins og hann gerði í síðustu uppsveiflu. Að- haldssamari og trúverðugri peningastefna í kjölfar upptöku verð- bólgumarkmiðs kann einnig að leiða til þess að fyrirtækin, jafnvel í greinum þar sem samkeppni er ekki næg, geri sér grein fyrir að þau geti ekki lengur keppt um vinnuafl með yfirboðum og síðan veitt auknum launakostnaði út í verðlagið og treyst á gengislækkun til að jafna samkeppnisstöðu við útlönd. Þau verði því að hagræða í rekstri eða flytja inn vinnuafl. Heimildir: Abowd, J. M. og T. Lemieux (1993). The effect of product market competition on collective bargaining agreements: the case of foreign competition in Canada, Quarterly Journal of Economics 108, 983-1014. Aiginger, K. (2004). The relative importance of labour market reforms to econom- ic growth – the European experience in the nineties, Erindi flutt á NERO ráðstefnu OECD um vinnumarkað.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.