Peningamál - 01.05.2009, Page 12
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
9
•
2
12
Eftir því sem framleiðsla dregst saman er gert ráð fyrir að
atvinnuleysi aukist. Í spá OECD er gert ráð fyrir að atvinnuleysi í
OECD-löndunum verði í kringum 10% árið 2010, samanborið við
8,4% í ár. Þess er vænst að atvinnuleysi á evrusvæðinu nái 11,7% árið
2010 og 10,3% í Bandaríkjunum. Atvinnuleysi í Japan verður ekki eins
mikið því að búist er við að það nái 5,6% árið 2010.
... samfara því að auður einstaklinga og fyrirtækja dregst
verulega saman ...
Frá því að hlutabréfaverð í heiminum náði hámarki um mitt ár 2007
hafði það lækkað um u.þ.b. 50% snemma í mars. Í apríl hækk-
aði verð nokkuð aftur um leið og fjárveitingar opinberra aðila til að
örva efnahagslífið og önnur úrræði sem margar ríkisstjórnir gripu
til fóru að hafa áhrif. En ljóst er að langur tími mun líða þar til að
hlutabréfaverð verður aftur sambærilegt við það sem það var um mitt
ár 2007. Annar þáttur sem kemur harkalega niður á efnahag heimila
er veruleg lækkun húsnæðisverðs. Samfara samdrættinum í heiminum
hefur húsnæðis verð lækkað verulega í mörgum löndum, svo sem í
Bandaríkjunum, Bretlandi og á Spáni, vegna þess að húsnæðisbólur
hafa sprungið. Þessir þættir hafa haft veruleg áhrif á fjárhag heimila
og fyrirtækja sem leiðir til þess að efnahagslægðin dýpkar. Viðbrögð
heimila við þessum þáttum hafa verið þau að auka sparnað og draga
úr neyslu, aðallega á dýrum varanlegum neysluvörum. Það hefur vald-
ið atvinnugreinum, svo sem bílaframleiðendum, auknum erfiðleikum.
Viðbrögð fyrirtækja eru einnig að auka sparnað og draga úr skuld-
setningu. Fjárfesting fyrir tækja dregst því saman. Efnahagslægðin í
heimsbúskapnum dýpkar enn frekar eftir því sem neysla og fjárfesting
minnka um allan heim.
... og svartsýni eykst
Svartsýni neytenda hefur aukist verulega í samræmi við aukið atvinnu-
leysi, samdrátt í framleiðslu, hert skilyrði fyrir lánveitingum og veikari
efnahagsstöðu heimila. Hvorki á evrusvæðinu né í Bandaríkjunum
hafa væntingar neytenda og fyrirtækja verið jafn litlar frá 1980. Það
leiðir til þess að enn frekar dregur úr neyslu og fjárfestingu.
Verðfall á hrávörum og olíu
Olíuverð náði lágmarki í desember í fyrra en þá hafði það lækkað
um þrjá fjórðu hluta frá því að það náði hámarki um mitt síðasta ár.
Verðfallið má að miklu leyti rekja til minnkandi eftirspurnar af völdum
niðursveiflunnar í heiminum. Olíumarkaðir hafa verið tiltölulega róleg-
ir undanfarna mánuði og frá því í janúar hefur verð á hráolíu verið á
bilinu 45–50 Bandaríkjadalir á tunnu. Meðalverð fyrstu fjórtán vikur
ársins var 15% lægra en meðalverð á síðasta ársfjórðungi síðasta árs.
Til að styðja við verðið hafa Samtök olíuframleiðsluríkja (OPEC) til-
kynnt að þau hyggist draga úr framleiðslu og að nokkru leyti hrundið
þeirri ákvörðun í framkvæmd. Af þeim sökum fer framvirkt verð smám
saman hækkandi svo að verðið í árslok verður 20% hærra en um
miðjan apríl. Á næstu tveimur árum er þess vænst að olíuverð hækki
verulega, um 20% árið 2010 og 8% árið 2011, samkvæmt framvirku
verði á hráolíu.
1. Verð á hrávörum án olíu í USD.
Heimildir: Bloomberg, Seðlabanki Íslands.
Vísitala, meðaltal 2000 = 100
Mynd II-4
Heimsmarkaðsverð á hrávörum1
Ársfjórðungslegar tölur 1. ársfj. 2003 - 1. ársfj. 2012
Heimsmarkaðsverð á hrávörum
PM 2009/2
PM 2009/1
0
50
100
150
200
250
300
‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03
Heimildir: Bloomberg, Seðlabanki Íslands.
Vísitala, meðaltal 2000 = 100
Mynd II-5
Heimsmarkaðsverð olíu
Ársfjórðungslegar tölur 1. ársfj. 2003 - 1. ársfj. 2012
Heimsmarkaðsverð á hráolíu
PM 2009/2
PM 2009/1
0
100
200
300
400
500
‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03
Heimild: Reuters EcoWin.
Mynd II-3
Hlutabréfaverð
Daglegar tölur 1. janúar 2003 - 1. maí 2009
Vísitala, 1. jan. 2000 = 100
S&P 500
EURO STOXX
FTSE 350
Nikkei 225
30
40
50
60
70
80
90
100
110
2009200820072006200520042003