Peningamál - 01.05.2009, Side 15
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
9
•
2
15
90
95
100
105
110
115
120
125
130
1.250
1.500
1.750
2.000
2.250
2.500
2.750
3.000
3.250
Heimildir: Hagstofa Íslands, London Metal Exchange, Seðlabanki Íslands.
Jan. 1999 = 100
Mynd II-9
Verð á sjávarafurðum (í erl. gjaldmiðli) og áli
Verð sjávarafurða alls (v. ás)
Álverð (h. ás)
- Spá -
$/tonn
‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99
Heimildir: GFMS, London Metal Exchange.
Þúsundir tonna
Mynd 2
Samband birgða og álverðs
Birgðir (v. ás)
Álverð (h. ás)
$/tonn
0
500
1.000
1.500
2.000
2.500
3.000
3.500
4.000
1.200
1.400
1.600
1.800
2.000
2.200
2.400
2.600
2.800
20092008200720062005200420032002
Afl eiðingin af verðfalli frá síðasta hausti er sú að um þrír fjórðu
hlutar heimsframleiðslunnar eru reknir með tapi. Rökrétt viðbrögð
eru að draga úr framleiðslu við þessar kringumstæður en fram-
leiðsluniðurskurður hefur látið á sér standa. Fyrir því eru nokkrar
gildar ástæður, það tekur langan tíma að draga úr álframleiðslu
og hann er dýr með hliðsjón af tæknilegum kostnaði við að taka
bræðsluker úr notkun. Þar að auki er raforkukostnaðurinn, sem er
næststærsti kostnaðarliðurinn, yfi rleitt fastur kostnaður. Enn fremur
hefur framleiðslan í Kína að nokkru leyti verið ríkisstyrkt og stjórn-
völd þar hafa undanfarið keypt kínverskt ál á yfi rverði. Þetta hefur
allt hægt á framboðsviðbrögðunum til að vega upp á móti minnk-
andi eftirspurn.
Ekki eru taldar miklar líkur á því að álverð nái sér aftur á strik
á næstu mánuðum nema dregið verði verulega úr framleiðslu og
birgðir minnki. Á hinn bóginn eru nú meiri líkur á því að verðið
hafi náð lágmarki og taki smám saman að hækka á ný. Meðalverð
fyrstu fjórtán vikur þessa árs er í kringum 1.400 Bandaríkjadalir á
tonn og framvirkt verð LME bendir til þess að meðalverð á þessu
ári verði í kringum 1.470 Bandaríkjadalir. Verðspár greiningaraðila
og ráðgjafarfyrir tækja eru að meðaltali rétt undir 1.500 Bandaríkja-
dölum á þessu ári.2 Þar að auki hefur gengi Bandaríkjadals lækkað
nokkuð að undanförnu, sem yfi rleitt hefur jákvæð áhrif á hrávöru-
verð í Bandaríkjadölum. Þá hefur verið tilkynnt um 14% (um 5,5
milljón tonna) framleiðslusamdrátt, byggðan á mati CRU, sem ekki
er þó talinn duga til skamms tíma litið. Sumir greiningaraðilar (t.d.
Davenport Equity Research og Norsk Hydro) hafa talið nauðsynlegt
að skerða framleiðslu um allt að 8–10 milljón tonn á þessu ári eða
um fjórðung af ársframleiðslunni í heiminum til að koma á jafnvægi
milli framboðs og eftirspurnar svo að lokum taki að ganga á birgðir.
Þótt efnahagsbati í iðnríkjunum hefði jákvæð áhrif á álverð er
líklegt að umframframleiðslugetan gæti unnið gegn verðhækkun.
Gert er ráð fyrir að verð hækki aðeins óverulega á þessu ári og að
verð muni ekki hækka að marki fyrr en á árinu 2010. Í þessari hagspá
er gert ráð fyrir 9–10% verðhækkun 2010 og 2011 eftir 42% verð-
fall milli þessa árs og 2008. Við lok spátímabilsins mun álverð komast
í 1.800 bandaríkjadali á tonn sem er svipað og verðið 2005. Þessar
ályktanir eru dregnar af framreiknuðu verði LME og verðspám helstu
greiningaraðila.
Viðskiptakjör hafa versnað enn frekar ...
Álverð náði hámarki í júlí í fyrra og snarlækkaði eftir það – aðallega á
síðasta fjórðungi ársins. Verðið hélt áfram að lækka fyrstu tvo mánuði
ársins 2009, en þó hægar. Undanfarna tvo mánuði hefur verðið hækk-
að aftur og er nú svipað og í lok síðasta árs. Í febrúar í ár hafði verðið
lækkað um 57% frá því að það var hæst í fyrra, en hafði síðan hækkað
um 15% um miðjan apríl. Ástæðan fyrir þessari verðlækkun er mun
minni eftirspurn af völdum niðursveiflunnar í heiminum og minnkandi
alþjóðaviðskipta eins og fjallað var um hér að framan. Þar að auki
hefur álframleiðsla vaxið hraðar en eftirspurn á undanförnum árum,
sem hefur leitt til birgðasöfnunar og valdið þrýstingi til verðlækkunar
(sjá rammagrein II-1).
2. Platt‘s, Deutsche Bank, GFMS Metals Consulting, Danske Bank.