Peningamál - 01.05.2009, Side 30

Peningamál - 01.05.2009, Side 30
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 30 IV Innlend eftirspurn og framleiðsla Þjóðarbúskapurinn er í djúpri efnahagslægð. Atvinnuleysi hefur auk- ist ört og nálgast nú 10% í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust. Sú snarpa aðlögun í þjóðarbúskapnum sem nú fer fram endurspeglar alvarleika kreppunnar og sveigjanleika hagkerfisins. Samdráttur inn- lendrar eftirspurnar er meiri en sem nemur samdrætti landsfram- leiðslu, verulega hefur dregið úr innflutningi og afgangur myndast á vöruskiptajöfnuði. Þetta auðveldar þjóðarbúinu að standa undir greiðslubyrði erlendra skulda í fjarveru fjármagnsinnstreymis. Líkur eru á að innlent efnahagslíf verði áfram veikburða. Hagvöxtur mun þurfa að vera útflutningsdrifinn. Horfur fyrir erlenda eftirspurn hafa þó versnað frá því í janúarhefti Peningamála þar sem alþjóðaviðskipti dragast saman og útflutningsverð lækkar í þessari dýpstu efnahags- lægð í heiminum frá því í Kreppunni miklu. Horfur í þjóðarbúskapnum eru því háðar mikilli óvissu. Spáð er að landsframleiðsla nái lágmarki í upphafi næsta árs eftir að hafa minnkað um 20% frá því sem hún var mest á þriðja fjórðungi ársins 2007. Gert er ráð fyrir að efnahags- umsvif taki að aukast á öðrum fjórðungi næsta árs og hagvöxtur verði 2½% árið 2011. Verulegur framleiðsluslaki verður allt spátímabilið.1 Innlend eftirspurn dregst saman og verður veikburða meðan verið er að koma efnahag heimila og fyrirtækja í eðlilegra horf Efnahagur heimila og fyrirtækja hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum þar sem eiginfjárstaða hefur snarversnað, hagnaður fyrirtækja, atvinna og tekjur heimila minnkað, og greiðslubyrði skulda aukist. Í stað þess að kynda undir einkaneyslu og fjárfestingu með aukinni skuldsetningu leitast heimili og fyrirtæki nú við að vinda ofan af efnahagsreikningi sínum, m.a. með lækkun skulda. Þessi viðleitni er líkleg til að koma niður á einkaneyslu og fjárfestingu allt spátímabilið svo að hlutur þess- ara þátta í landsframleiðslu verður undir sögulegu meðaltali (sjá mynd IV-2). Líklegt er að eftirspurn eftir lánsfé haldist takmörkuð meðan stór hluti einkageirans er í viðkvæmri eiginfjárstöðu og leitast við að vinda ofan af skuldsetningu sinni. Framboð lánsfjár verður einnig takmarkað þar til að endurskipulagningu bankakerfisins lýkur og fjár- málamarkaðir starfa með eðlilegum hætti á nýjan leik. Langvarandi samdráttur í einkaneyslu, fjárfestingu og lántökum heimila og fyr- irtækja kemur í kjölfarið á óvenjulega mikilli þenslu á undanförnum árum. Hlutur innlendrar eftirspurnar í vergri landsframleiðslu var langt umfram sögulegt meðaltal (sjá mynd IV-2 og töflu IV-1), eigna- og lánsfjárbólur mynduðust og ósjálfbær skuldasöfnun átti sér stað sem studdist við öflugt fjármagnsinnstreymi þar sem bankarnir gegndu lykilhlutverki. Einkaneysla mun dragast saman um tæpan fjórðung í ár ... Hagvísar eins og velta, smásala, innflutningur neysluvarnings, vænt- ingar neytenda og atvinnuleysi endurspegla þá hröðu aðlögun sem nú stendur yfir hjá heimilum til að styrkja efnahag sinn á nýjan leik. Væntingavísitala Capacent Gallup hefur þó hækkað eilítið á undan- Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-1 Hagvöxtur og framlag undirliða 1991-20111 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2011. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 ‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 Einkaneysla Samneysla Fjármunamyndun Birgðabreytingar Utanríkisviðskipti Hagvöxtur 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2011. Skyggðu svæðin sýna tímabil þar sem framleiðsluslaki er fyrir hendi skv. mati Seðlabankans. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd IV-2 Hlutfall einkaneyslu, fjármunamyndunar og þjóðarútgjalda af VLF 1991-20111 Frávik frá meðaltali 1970-2007 -20 -16 -12 -8 -4 0 4 8 12 16 ‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 Einkaneysla Fjármunamyndun Þjóðarútgjöld 1. Ítarlegri umfjöllun um þjóðhagsspána er að finna í Viðauka 1 á bls. 57.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.