Peningamál - 01.05.2009, Síða 31

Peningamál - 01.05.2009, Síða 31
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 31 20 32 44 56 68 80 92 104 116 128 140 152 164 -28 -24 -20 -16 -12 -8 -4 0 4 8 12 16 20 ‘0920082007200620052004200320022001 Væntingavísitala Gallup (v. ás) Vöxtur einkaneyslu (h. ás) 1. Miðað er við þriggja mánaða meðaltal væntingavísitölu Gallup. Gildi vísitölu á 2. ársfj. 2009 er fyrir apríl. Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands. Vísitala Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-3 Einkaneysla og væntingavísitala Gallup1 1. ársfj. 2001 - 2. ársfj. 2009 Væntingavísitala Gallup til sex mánaða (v. ás) förnum mánuðum (sjá myndir IV-3 og IV-4) en er þó nálægt sögulegu lágmarki. Snarpur samdráttur er greinilegur á vöru-, vinnu- og eigna- mörkuðum. Samdráttur einkaneyslu, sem hófst í ársbyrjun í fyrra, hefur aukist mjög eftir hrun bankakerfisins og því er spáð að hann verði 23½% á þessu ári. Gert er ráð fyrir að samdráttur einkaneyslu frá því að hún náði hámarki árið 2007 verði meiri og langvinnari en í niðursveiflunni á öndverðum tíunda áratug síðustu aldar (sjá mynd IV-5). Niðursveiflan verður líka mikil í samanburði við önnur lönd, en einkaneysla hefur tilhneigingu til að vera sveiflukenndari hér á landi en í öðrum þróuðum hagkerfum auk þess sem vöxturinn á tímabilinu 2003–2007 var óvenjulega mikill.2 ... um leið og ráðstöfunartekjur snarminnka og sparnaður eykst Þróun ráðstöfunartekna hefur mikil áhrif á einkaneyslu. Þetta kom vel fram í þeirri miklu þenslu sem var á árunum 2003 til 2007 sem og í samdrætti einkaneyslu í fyrra þegar kaupmáttur launa minnkaði verulega vegna mikillar verðbólgu og atvinna dróst saman. Hjöðnun verðbólgu færist í aukana en búist er við að enn frekar dragi úr atvinnu, nafnlaun hækki aðeins óverulega og tekjuskattar verði hækk- aðir. Þess vegna er því spáð að kaupmáttur ráðstöfunartekna dragist saman um 15½% í ár og haldist nokkurn veginn óbreyttur á næsta ári þar til hann muni aukast lítils háttar árið 2011 (sjá mynd IV-6). Líklegt er að sparnaður heimila aukist verulega eftir hrun banka- kerfisins ef marka má reynslu annarra ríkja sem hafa farið í gegnum fjármálakreppur. Þetta eru rökrétt viðbrögð í kjölfar fjármálakreppu þegar heimili leitast við að koma efnahag sínum í eðlilegra horf. Heimili kjósa að efla fjármálalegan viðnámsþrótt sinn eftir þau miklu áföll sem þau hafa nýlega orðið fyrir og með hliðsjón af óvissum fram- tíðarhorfum. Lífeyriseign hefur dregist saman, eignir heimila í hluta- bréfasjóðum og ýmsum peningabréfasjóðum hafa minnkað verulega og húsnæðisverð lækkar hröðum skrefum. Ekki er líklegt að aðgangur að lánsfé verði aftur sá sami og áður. Með hliðsjón af öllu þessu má búast við auknum sparnaði í varúðarskyni. Samdráttur íbúðafjárfestingar mun vara í þrjú ár og raunvirði húsnæðis lækka um 46% frá því sem það var hæst árið 2007 Reynslan sýnir að útgjöld sem miðast við áætlun til lengri tíma verða sérstaklega illa úti í kjölfar fjármálakreppu. Yfirleitt líða tvö ár áður en samdrætti íbúðafjárfestingar linnir.3 Þetta gefur til kynna að það tekur tíma að koma efnahag heimila í eðlilegra horf, draga úr offramboði óseldra íbúða og efla að nýju traust heimila á fjárhagslegu öryggi sínu áður en þau þora að leggja út í stórtæka fjárfestingu eins og fast- eignakaup. Kreppan mun að líkindum hafa langvarandi áhrif á fast- eignamarkaðinn ef miðað er við hve kreppan er alvarleg og þenslan í aðdraganda kreppunnar var mikil. Því er spáð að samdráttur íbúða- Mynd IV-4 Þróun einkaneyslu, dagvöruveltu og greiðslu- kortaveltu 1. ársfj. 2003 - 1. ársfj. 2009 Heimildir: Hagstofa Íslands, Rannsóknarsetur verslunarinnar, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Einkaneysla Dagvöruvelta Debet- og kreditkortavelta einstaklinga innanlands -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 ‘09200820072006200520042003 Mynd IV-5 Þróun einkaneyslu eftir að hún náði hámarki 1991, 2000 og 20071 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2011. Árstíðarleiðrétt gögn. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vísitala = 100 þann ársfj. sem einkaneysla nær hámarki 4. ársfj. 1991 - 4. ársfj. 1995 4. ársfj. 2000 - 4. ársfj. 2004 4. ársfj. 2007 - 4. ársfj. 2011 60 70 80 90 100 110 120 1716151413121110987654321 Fjöldi ársfj. 2. Sjá t.d. mynd 2.2 í Collyns, Charles og G. Russell Kincaid, (2003). „Managing Financial Crises: Recent Experience and Lessons for Latin America“, IMF Occasional Paper 217, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Washington D.C.; og Þórarinn G. Pétursson, (2008). „How hard can it be? Inflation control around the world“, Central Bank of Iceland Working Papers No. 40. 3. Sjá Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2009). „From Recession to Recovery: How Soon and How Strong?“, 3. kafli í World Economic Outlook, apríl 2009, bls. 103–138.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.