Peningamál - 01.05.2009, Síða 37

Peningamál - 01.05.2009, Síða 37
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 37 óbeinna skatta að þessu sinni en þess beðið að stjórnvöld gefi út frekari yfirlýsingar um hvað þau ætli sér í þá veru áður en slíkar skattahækkanir verða teknar inn í grunnspá. Afkoman batnar hægum skrefum á spátímabilinu Snarpur samdráttur skatttekna á sama tíma og útgjöld aukast vegna aukinna vaxtagreiðslna og tilfærsluútgjalda gerir það að verkum að afkoman árið 2009 verður sú versta sem mælst hefur og mun hallinn nema 11,9% af landsframleiðslu. Ekki var fyrirhugað að hefja aðhalds- aðgerðir í samræmi við sameiginleg markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda á þessu ári en þar sem heimtur skatttekna hafa reynst undir væntingum er nauðsynlegt að hefja aðhaldsaðgerðir strax. Niðurskurður um 20 ma.kr. hjá ríkissjóði í ár er innifalinn í ofangreindri afkomutölu. Frá og með árinu 2010 mun hallinn hins vegar taka að minnka hægum skrefum samhliða auknum þunga aðhaldsaðgerða samkvæmt aðgerðaáætlun stjórnvalda. Þannig er gert ráð fyrir því í grunnspá að afkoman verði bætt um rúmlega 45 ma.kr. árið 2010, aðra 40 ma.kr. árið 2011 og loks um tæpa 10 ma.kr. árið 2012. Þessar aðgerðir ásamt batnandi hag gera það að verkum að hallinn árið 2012 er áætlaður 2,9% af landsframleiðslu. Jafnframt er því spáð að frumjöfnuður verði jákvæður að nýju árið 2012. Frá þeim tíma verður því hægt að nýta jákvætt rekstrarframlag til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Árið 2009 þegar afkoma hins opinbera er verst eru heildartekjur áætlaðar nema 37,6% af landsframleiðslu samanborið við 47,9% árið 2007 en þær taka að aukast aftur hægum skrefum uns þær nema tæplega 40% árið 2012. Samsvarandi þróun má sjá í heildarútgjöldum þótt með öfugum formerkjum sé, en áætlað er að þau nemi 49,5% af landsframleiðslu árið 2009 samanborið við 42,5% árið 2007 og taki aftur að lækka uns þau nemi 42,5% árið 2012. Samneysla og tekjutilfærslur ekki niður fyrir söguleg viðmið Þrátt fyrir þann mikla samdrátt sem gert er ráð fyrir í samneyslu og tekjutilfærslum fara þessar stærðir ekki niður fyrir þau sögulegu gildi sem sáust fyrir síðustu efnahagsuppsveiflu. Þannig er samneyslan árið 2011 eftir þriggja ára niðurskurð jöfn samneyslunni árið 2005 á föstu verðlagi. Hafa verður í huga að niðurskurðurinn á sér stað frá hæstu gildum sem samneyslan hefur náð. Tekjutilfærslurnar vaxa skarpt framan af og ná sögulegu hámarki í rúmlega 8% af landsframleiðslu árið 2010 og haldast yfir sögulegum viðmiðum út spátímabilið þrátt fyrir niðurskurð. Annað gildir um fjárfestingu því að hún mun falla niður fyrir söguleg viðmið á spátímabilinu. Eftir mikinn niðurskurð á þriggja ára tímabili mun fjárfesting nema tæplega helmingi af því sem hún hefur að meðaltali verið áratuginn þar á undan sem hlutfall af landsframleiðslu eða 1,7%. Skuldastaða verður sjálfbær Enn ríkir mikil óvissa um það hve miklar opinberar skuldir verða út spátímann. Skuldahlutfallið mun ráðast af því hve ríkissjóður hefur góðan aðgang að erlendri fjármögnun, sem yfirleitt er á lægri vöxtum en fást innanlands, og hver arðsemi þeirra eigna sem ríkið hefur tekið Mynd V-3 Samneysla hins opinbera1 Á föstu verðlagi, 1. ársfj. 2000 - 1. ársfj. 2012 Ma.kr. 1. Grunnspá Seðlabankans 1. ársfj. 2009 - 1. ársfj. 2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 35 40 45 50 55 ‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Mynd V-4 Tekjutilfærslur til heimila1 1. ársfj. 2000 - 1. ársfj. 2012 % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 1.ársfj. 2009 - 1.ársfj. 2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 7,5 8,0 8,5 ‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Mynd V-5 Fjárfesting hins opinbera 1998-20111 Á föstu verðlagi Ma.kr. 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2011. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 10 15 20 25 30 35 40 ‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.