Peningamál - 01.05.2009, Side 43

Peningamál - 01.05.2009, Side 43
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 43 ársins 2008.1 Á fyrsta fjórðungi ársins 2009 hækkuðu laun hins vegar um 0,9% frá ársfjórðungnum á undan. Nam árshækkunin í mars 5,5% og hefur ekki verið jafn lítil frá því í lok árs 2004. Það eru aðallega tvær skýringar á því hvers vegna launavísitalan sýnir ekki meiri lækkun nafnlauna. Í fyrsta lagi vega kjarasamningsbundnar launahækkanir í sumum fyrirtækjum og atvinnugreinum upp á móti launalækkunum í öðrum. Í öðru lagi mælir launavísitalan aðeins breytingar á föstum launum hjá þeim sem gegna sömu stöðu innan sama fyrirtækis. Hún sýnir því ekki áhrifin af því að skipt er um starf, innan fyrirtækis eða milli fyrirtækja, sem í niðursveiflu felur oftast í sér að starfsfólk sættir sig við lægri laun. Aðrar leiðir til að draga úr launakostnaði Atvinnurekendur sem vilja draga úr kostnaði geta gert það á annan hátt en að lækka föst laun. Hraðvaxandi atvinnuleysi sýnir að víða hefur starfsfólki verið fækkað. Annað úrræði sem atvinnurekendur geta gripið til er að biðja starfsfólk um að vinna styttri vinnutíma, en það er staðfest með tölum vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar fyrir fyrsta fjórðung ársins 2009. Þessi lausn var auðvelduð með breyting- um á lögum um atvinnuleysisbætur sem áður er getið þar sem fólki í hlutastarfi er gert kleift að sækja um atvinnuleysisbætur. Endurskoðun kjarasamninga frestað Lækkun launakostnaðar er því líklega meiri en opinberar tölur sýna. Jafnframt var kaupmáttur launa 9% lægri á fyrsta fjórðungi ársins en á sama tíma í fyrra. Endurskoðun kjarasamninga aðila vinnumarkaðar- ins frá 2008, sem hefði átt að fara fram í febrúar, hefur einnig verið frestað fram í júní. Sama gildir um umsamdar launahækkanir sem áttu að taka gildi í mars sl. Seðlabankinn hefur gert ráð fyrir því í fyrri spám að endurskoð- unarákvæði kjarasamninga yrðu virk og að þau myndu hafa í för með sér auknar hækkanir á launakostnaði, en þó ekki nægilegar til að við- halda kaupmætti launa. Í spánni nú er gert ráð fyrir að aðeins lítill hluti af umsömdum launahækkunum í mars 2009 komi til framkvæmda á þessu ári og að endurskoðun til að tryggja kaupmátt komi ekki til álita miðað við versnandi atvinnuhorfur. Þegar er tekið að draga úr atvinnuþátttöku og er gert ráð fyrir að sú þróun haldi áfram. Áætlað er að atvinnuþátttaka í ár verði um tveimur prósentum minni en í fyrra, og í lok spátímabilsins verði hún um 5 prósentum minni eða um 78%. Það er töluvert lægra þátttöku- hlutfall en var á samdráttarskeiðinu í byrjun síðasta áratugar. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að svo stór hluti vinnuaflsins yfirgefi vinnumark- aðinn er áætlað að atvinnuleysi verði það mikið að það muni fyllilega halda launaskriði í skefjum. Launahækkanir árin 2009 og 2010 verða því óvenju litlar. Eins og fjallað er um í kafla IV mun fjármálakreppan leiða til töluverðs samdráttar í framleiðslugetu þjóðarbúsins. Það gerir það 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2011. Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd VI-7 Launakostnaður á framleidda einingu 1999-20111 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2009/2 PM 2009/1 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99 0 2 4 6 8 10 12 ‘11 1. Þetta er í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust í desember 1988 að vísitalan lækkar vegna lækkunar fastra launa. Fyrri dæmi tengjast dreifingu eingreiðslna yfir árið eða því að launahækkanir hafi verið teknar til baka með setningu bráðabirgðalaga.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.