Peningamál - 01.05.2009, Síða 45

Peningamál - 01.05.2009, Síða 45
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 45 VII Ytri jöfnuður Viðskiptahallinn á síðasta fjórðungi ársins 2008 var sá mesti sem hefur mælst á Íslandi á einum ársfjórðungi. Viðskiptajöfnuðurinn var neikvæður um 199,6 ma.kr., eða 50% af landsframleiðslu andstætt 113 ma. kr. á þriðja ársfjórðungnum. Þessi viðskiptahalli stafar fyrst og fremst af 232 ma.kr. halla þáttatekjujafnaðar sem jókst um 140 ma.kr. frá þriðja fjórðungi ársins 2008. Þáttatekjuhallann má rekja til taps Íslendinga af beinni fjárfestingu erlendis og aukins vaxtakostnaðar við erlendar skuldbindingar. Vöru- og þjónustujöfnuðurinn er þó orðinn jákvæður í fyrsta sinn frá 2003. Vöru- og þjónustuviðskipti skila afgangi ... Vöruskiptajöfnuður varð jákvæður í september 2008. Afgangurinn nam í heild 43,7 ma.kr. síðustu fjóra mánuði ársins 2008 og 14,6 ma.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2009, miðað við fast gengi. Viðsnúninginn má að miklu leyti rekja til 40% samdráttar milli ára í innflutningi á vörum og þjónustu, bæði á síðasta fjórðungi ársins 2008 og fyrsta ársfjórðungi 2009. Þessi þróun er í meginatriðum í samræmi við spána í janúar. Halli á þjónustuviðskiptum minnkaði nokkuð milli ára á síðasta fjórðungi ársins 2008, þegar tekjur af erlendum ferðamönnum jukust um tæplega 150% milli ára meðan ferðakostnaður Íslendinga erlendis dróst saman um 12% frá síðasta fjórðungi ársins 2007. Þótt horfur fyrir útflutning hafi verið endurskoðaðar niður á við frá janúar vegna versnandi efnahagsástands í heiminum (sjá kafla II) er gert ráð fyrir því í grunnspánni að jöfnuður á vöru- og þjónustuviðskiptum batni jafnt og þétt og skili afgangi sem nemur u.þ.b. 10% af vergri landsfram- leiðslu á spátímabilinu. ... en mikill halli er á jöfnuði þáttatekna Þótt jöfnuður á vöru- og þjónustuviðskiptum væri orðinn jákvæður á síðasta fjórðungi ársins 2008 var viðskiptahallinn í heild sýnu meiri en í ársfjórðungnum á undan vegna verulegs halla á jöfnuði þáttatekna. Á síðasta ársfjórðungi var viðskiptajöfnuðurinn neikvæður um u.þ.b. 50% af vergri landsframleiðslu, en fyrir árið í heild var hann neikvæður um 35% af vergri landsframleiðslu, andstætt 16% árið áður. Óvissan við að meta og spá fyrir um þáttatekjur er óvenjulega mikil vegna yfir- standandi rekstrarerfiðleika fyrirtækja, en þegar búið verður að leysa vandamálin í tengslum við banka og fyrirtæki sem komust í þrot mun þróun vaxtagreiðslna sennilega reynast það sem helst ræður úrslitum um þáttatekjujöfnuðinn. Í tekjuhlutanum nam afrakstur af vaxtagreiðslum 63 ma.kr., sem er 15% aukning frá ársfjórðungnum á undan. Engu að síður var arður og endurfjárfestur hagnaður neikvæður um 197 ma.kr., einkum vegna rekstrartaps erlendra fyrirtækja í eigu Íslendinga sem er fært sem neikvæður endurfjárfestur hagnaður. Í gjaldahlutanum var arður og endurfjárfestur hagnaður jákvæð- ur um 96 ma.kr. á síðasta fjórðungi ársins 2008, sem er hækkun úr 8 ma.kr. á þriðja ársfjórðungi og vegur að hluta upp á móti neikvæðum arði og endurfjárfestum hagnaði í tekjuhlutanum. Jákvæða gildið í gjaldahlutanum má rekja til neikvæðs endurfjárfests hagnaðar, eða Mynd VII-1 Undirþættir viðskiptajafnaðar1 1. ársfj. 1995 - 4. ársfj. 2008 Ma.kr. 1. Rekstrarframlög talin með þáttatekjum. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöruskiptajöfnuður Þjónustujöfnuður Þáttatekjujöfnuður -250 -200 -150 -100 -50 0 50 ‘07‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97‘96‘95 ‘06 ‘08 Mynd VII-2 Vöruskiptajöfnuður Mánaðarlegar tölur á föstu gengi Ma.kr. Heimild: Hagstofa Íslands. Vöruskiptajöfnuður Vöruskiptajöfnuður án skipa og flugvéla -35 -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 2009200820072006200520042003
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.