Peningamál - 01.05.2009, Qupperneq 53

Peningamál - 01.05.2009, Qupperneq 53
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 53 neysluverðs. Framleiðsluverð þessara afurða hafði í mars hækkað um 27% sl. tólf mánuði og fór árshækkunin enn vaxandi. Hugsanlega er þetta vísbending um undirliggjandi kostnaðarþrýsting í kerfinu sem hefur ekki skilað sér út í smásöluverð vegna samdráttar innlendrar eftirspurnar. Framleiðsluverð matvæla getur einnig gefið vísbendingu um breytingu á neysluverði matvöru. Verð innlendra matvæla í vísitölu neysluverðs hafði í apríl hækkað um tæplega 15% sl. tólf mánuði en framleiðsluverð matvæla hafði í mars hækkað um 22%. Verðbólguvæntingar hafa lækkað verulega á flesta mælikvarða Fimm ára verðbólguvæntingar út frá verðbólguálagi á skuldabréfa- markaði hafa lækkað töluvert undanfarna mánuði og námu að meðal- tali 3,5% á tímabilinu 2. febrúar til 17. apríl eftir að hafa verið að meðaltali tæplega 6,5% undangengna tvo mánuði. Hafa þarf í huga að álagið samanstendur af verðbólguvæntingum og áhættuþóknun tengdri verðbólgu. Erfitt er því að aðgreina hvað hefur í raun áhrif á þessa þróun (sjá frekari umfjöllun í kafla III). Verðbólguálag hefur hækkað nýlega, einkum fimm ára verðbólguvæntingar eftir fimm ár. Sú hækkun kemur þó líklega til af óvissu um framboð og eftir- spurn eftir ríkisskuldabréfum til meðal langs tíma frekar en hækkun verðbólguvæntinga. Verðbólguvæntingar fyrirtækja hafa einnig lækkað mikið að undanförnu. Í könnun meðal stærstu fyrirtækja landsins í mars sl. væntu stjórnendur þeirra 0% verðbólgu á næstu tólf mánuðum samanborið við 15% í síðustu könnun í desember 2008. Þeir búast jafnframt við að verðbólga verði 4% eftir tvö ár. Könnunin sýnir að einungis 17% fyrirtækja hyggjast hækka verð á vöru og þjónustu á næstu sex mánuðum samanborið við 70% í könnun í október 2008. Tæpur þriðjungur fyrirtækja reiknar með að lækka verð næsta hálfa árið miðað við einungis 6% í síðustu könnun. Þessar niðurstöður gefa til kynna hversu hratt hefur dregið úr verðbólguþrýstingi. Ólíkt ofangreindri þróun hækkuðu verðbólguvæntingar heim- ila í könnun sem var framkvæmd í mars. Heimilin reikna með 17% verðbólgu á næstu tólf mánuðum samanborið við 14% í október 2008. Þau búast við því að verðbólga nemi 7% eftir tvö ár. Heimilin virðast því gera ráð fyrir að verðbólguþrýstingur verði enn mikill, hugsanlega vegna óvissu um framtíðarþróun gengis krónunnar og gjaldeyrishafta. Horfur á hratt lækkandi verðbólgu ... Eins og í janúarspánni eru horfur á að verðbólga lækki hratt á næstu misserum. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði 10,7% á öðrum árs- fjórðungi, um 8% á þeim þriðja og tæplega 5% á fjórða fjórðungi. Þetta er nokkru hraðari verðbólguhjöðnun en gert var ráð fyrir í janúar en þá var því spáð að verðbólga yrði rúmlega 10% á þriðja fjórðungi og um 5½% á þeim fjórða. Verðbólguhjöðnunin í grunnspánni er heldur hraðari en fæst með tímaraðalíkönum. Samkvæmt einföldu kostnaðarlíkani verður verð bólga rúm 6% á fjórða fjórðungi en tæp 8% samkvæmt einföldu ARIMA-líkani. Líklegt er að þessi líkön ofmeti undirliggjandi verð- bólguþrýsting þar sem þau taka ekki tillit til áhrifa snarps samdráttar Mynd VIII-7 Framleiðsluverð afurða sem eru seldar innan- lands og neysluverð janúar 2007 - apríl 2009 12 mánaða breyting vísitölu (%) Framleiðsluverð - afurðir seldar innanlands Vísitala neysluverðs Heimild: Hagstofa Íslands. -5 0 5 10 15 20 25 30 200920082007 Tólf mánaða verðbólga (%) Mynd VIII-8 Verðbólguvæntingar m.v. mun á framvirkum óverðtryggðum og verðtryggðum vöxtum1 1.Verðbólguvæntingar eru reiknaðar út frá mun á ávöxtunarkröfu óverðtryggðra og verðtryggðra ríkisskuldabréfa (5 daga hreyfanleg meðaltöl). Heimild: Seðlabanki Íslands. 5 ára verðbólguvæntingar eftir 5 ár út frá verðbólguálagi 5 ára verðbólguvæntingar út frá verðbólguálagi Verðbólgumarkmið Seðlabankans 0 2 4 6 8 10 12 200920082007 Tólf mánaða verðbólga (%) Mynd VIII-9 Verðbólguvæntingar fyrirtækja og heimila til eins árs Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja Verðbólguvæntingar almennings Heimild: Capacent Gallup. 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 ‘09200820072006200520042003
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.