Peningamál - 01.05.2009, Síða 62

Peningamál - 01.05.2009, Síða 62
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 62 tímann mjög mikilvægar stærðir því að ef þær eru fjarri lagi er hætta á því að verðbólguferillinn verði allur fjarri raunverulegri verðbólgu. Seðlabanki Íslands hefur nýlega þróað einföld tímaraðalíkön af ARIMA-gerð sem ætlað er að spá verðbólgu einn til þrjá ársfjórðunga fram í tímann. Um er að ræða líkön þar sem einungis er notuð liðin verðbólga en ekki aðrir hagvísar eða mælikvarðar á verðbólguvænt- ingar, eins og t.d. þjóð hagslíkan Seðlabankans gerir. Niðurstöðurnar sem líkönin gefa verða einn af þeim þáttum sem Seðlabankinn mun líta til við verð bólgu spár til skamms tíma litið. ARIMA-líkön hafa gefist vel við að spá fyrir um verðbólgu til skamms tíma litið. T.d. hefur ARIMA-líkan norska seðlabankans spáð betur fyrir um verðbólgu tvo og þrjá ársfjórðunga fram í tím- ann á árinu 2006 en birtar spár bankans. Einn ársfjórðung fram í tímann voru birtar spár bankans hins vegar örlitlu betri.3 Á mynd 5 eru bornar saman spár Seðlabankans um verðbólgu einn, tvo og þrjá ársfjórðunga fram í tímann fyrir árið 2008. Staðalfrávik spáa sem birtar hafa verið í Peningamálum er borið saman við tvö mismunandi ARIMA-líkön og svo við einfaldan ráfferil (e. random walk) sem spáir einfaldlega sömu verðbólgu og í síðasta ársfjórðungi út spátímabilið. Fyrra ARIMA-líkanið er byggt á spám fyrir helstu undirliði vísitölu neysluverðs og þeir eru síðan vegnir saman í eina heildarvísitölu.4 Seinna ARIMA-líkanið spáir hins vegar heildarvísitölunni beint. Eins og sjá má eru spár ARIMA-líkananna betri en þær spár sem birtar hafa verið í Peningamálum tvo og þrjá ársfjórðunga fram í tímann en síðri einn ársfjórðung fram í tímann. Spár ráfferilsins eru mun lakari en aðrar spár einn og þrjá ársfjórðunga fram í tímann en betri en aðrar spár tvo ársfjórðunga fram í tímann. Þessar niðurstöður gefa til kynna að bæta megi skammtíma verðbólguspár Seðlabankans með því að styðjast einnig við ARIMA-líkön. 3. Sjá nánar Economic Bulletin 2/2007, ,,Evaluation of Norges Bank’s projections for 2006”, bls. 77-89. 4. Um er að ræða tólf undirliði vísitölu neysluverðs og skiptast þeir í búvörur án grænmetis, grænmeti, aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur, aðrar innlendar vörur, innfl uttar mat- og drykkjarvörur, nýr bíll ásamt varahlutum, bensín, innfl uttar vörur aðrar, áfengi og tóbak, húsnæði, opinber þjónusta og að lokum önnur þjónusta. Mynd 5 Spáskekkjur verðbólgu í Peningamálum og ýmsum einföldum líkönum árið 20081 Staðalfrávik (%) Peningamál ARIMA-líkan 1 ARIMA-líkan 2 Ráfferill 1. Fyrsti ársfjórðungur er fjórðungurinn sem Peningamál eru birt eða fyrsti fjórðungurinn sem spáð er. Annar ársfjórðungur er næsti fjórðungur á eftir birtingu Peningamála. Þriðji ársfjórðungur er fjórðungurinn þar á eftir. Heimild: Seðlabanki Íslands. 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 3. ársfj.2. ársfj.1. ársfj.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.