Peningamál - 01.05.2009, Page 74

Peningamál - 01.05.2009, Page 74
ANNÁLL P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 74 Hinn 30. mars samþykkti Alþingi lög um ábyrgðarmenn sem kveða m.a. á um upplýsingaskyldu til verðandi ábyrgðarmanns og að fasteign ábyrgðarmanns sé undanskilin í uppgjöri ef ábyrgðin fellur á hann. Hinn 31. mars samþykkti Alþingi að herða lagaákvæði um gjaldeyris- hömlur með breytingum á tollalögum og lögum um gjaldeyrismál. Nýju bráðabirgðaákvæði var bætt við lög um gjaldeyrismál sem kveður á um að útfl utningsviðskipti vöru og þjónustu skuli fara fram í erlend- um gjaldmiðli. Breytingin á tollalögum felur í sér að á útfl utningsskýrslu skuli viðskiptaverð vöru skráð í erlendum gjaldmiðli og að við skrán- ingu skuli miðað við þann gjaldmiðil sem fram kemur á sölureikningi útfl ytjanda, þó ekki íslenskar krónur.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.