Peningamál - 01.11.2009, Qupperneq 16

Peningamál - 01.11.2009, Qupperneq 16
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 16 breska pundsins lækkað verulega sl. ár. Eigi að síður hefur dregið úr verðbólgu þar eftir því sem liðið hefur á árið og var hún 1,1% í sept- ember. Á Norðurlöndunum hefur einnig dregið verulega úr verðhækk- unum á þessu ári, eftir töluverða verðbólgu á síðasta ári. Hjöðnun verðbólgu hefur auðveldað seðlabönkum að draga ört úr peningalegu aðhaldi. Stýrivextir víðast hvar voru lækkaðir mikið í fyrra og á fyrri hluta þessa árs og hafa haldist lágir undanfarna mánuði. Helstu seðlabankar heimsins hafa jafnframt gripið til ýmissa óhefðbundinna leiða til að örva eftirspurn. Litlar breytingar hafa orðið á peningalegu aðhaldi helstu ríkja frá útgáfu síðustu Peningamála nema hvað seðlabankar Noregs og Ástralíu hækkuðu stýrivexti sína um 0,25 prósentur í 1,5% annars vegar og 3,25% hins vegar í október. Alþjóðaviðskipti drógust verulega saman í kjölfar alþjóðakreppunnar Alþjóðaviðskipti hafa haldið áfram að dragast saman í samræmi við minnkandi neyslu, fjárfestingu og birgðastöðu. Lönd sem háð eru útflutningi hafa því fundið einna mest fyrir heimssamdrættinum, en jafnframt er líklegt að batinn í þessum löndum geti orðið hraður þegar heimsverslunin sækir í sig veðrið á ný. Mörg nýmarkaðsríki, sérstaklega í Asíu, eru á góðri leið með að verða helstu neytendur hrávara í heim- inum. Efnahagsbatinn þar er því mikilvægur fyrir bata í löndum sem flytja út hrávöru í miklum mæli. Þrátt fyrir ákveðin batamerki er spáð um 9% samdrætti í alþjóðaviðskiptum á þessu ári og að samdrátt- urinn muni vara fram á næsta ár. Í ágúst var hins vegar spáð 13% samdrætti. Alþjóðlega fjármálakreppan hefur haft mikil áhrif á alþjóðavið- skipti. Endurreisn alþjóðlega fjármálakerfisins er því lykilforsenda þess að alþjóðaviðskipti nái sér fljótlega á strik á ný. Ástand fjármálamark- aða hefur batnað undanfarið sem sést best á því að áhættuálag hefur farið lækkandi víða og er í mörgum tilvikum orðið svipað og áður en bandaríska fjármálafyrirtækið Lehman Brothers féll fyrir ári. Skuldabréfaútgáfa fyrirtækja hefur einnig aukist og fyrrnefnd hækkun á hlutabréfamörkuðum bendir til aukinnar bjartsýni. Ein af ástæðum þess að samdráttur alþjóðaviðskipta hefur verið jafn snarpur og raun ber vitni er skortur á lánafyrirgreiðslu vegna alþjóðaviðskipta í kjölfar fjármálakreppunnar. Heimsviðskipti hafa þó dregist meira saman en fjármögnun milliríkjaviðskipta. Nýleg könnun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins bendir þó til þess að meginástæða samdrátt- arins hafi verið samdráttur eftirspurnar. Hins vegar hefur fjármögnun milli ríkjaviðskipta breyst töluvert.1 Þegar fjármálakreppan skall á var í auknum mæli krafist bankaábyrgðar, staðgreiðslu eða fyrirfram- greiðslu, en hefðbundin viðskiptafyrirgreiðsla (e. trade credit) dróst saman. Hér á landi virðist aðgangur að hefðbundinni viðskiptafyrir- greiðslu einnig hafa dregist verulega saman og mun meira en utan- ríkis viðskipti. Lauslega áætlað virðist sem viðskiptaskuldir við erlenda aðila hafi dregist saman á fyrri helmingi ársins 2009 um 45% frá sama 1. Sjá Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2009). “Trade Finance and Global Trade: New Evidence from Bank Surveys”, 1. kafli í World Economic Outlook, október 2009, bls. 8-9. Heimild: Reuters EcoWin. 12 mánaða breyting (%) Mynd II-7 Alþjóðleg verðbólga Janúar 2002 - september 2009 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Japan -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 20092008200720062005200420032002 1. Innflutningur vöru og þjónustu í helstu viðskiptalöndum Íslands. 2. Einfalt meðaltal vöruinnflutnings og -útflutnings í OECD-ríkjum og stærstu ríkjum utan OECD. Heimildir: OECD, Seðlabanki Íslands. Breyting milli ársmeðaltala (%) Mynd II-8 Alþjóðaviðskipti Helstu viðskiptalönd Íslands1 Alþjóðaviðskipti2 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘10‘05‘00‘95‘90‘85‘80‘75‘71 1. Mismunurinn er reiknaður sem munurinn á 3 mánaða millibanka- vöxtum og 3 mánaða vöxtum á ríkisbréfum. Heimild: Reuters EcoWin. Punktar Mynd II-9 Munur á millibankavöxtum og vöxtum á ríkisbréfum1 Daglegar tölur 2. janúar 2007 - 19. október 2009 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 500 200920082007
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.