Peningamál - 01.11.2009, Page 16

Peningamál - 01.11.2009, Page 16
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 16 breska pundsins lækkað verulega sl. ár. Eigi að síður hefur dregið úr verðbólgu þar eftir því sem liðið hefur á árið og var hún 1,1% í sept- ember. Á Norðurlöndunum hefur einnig dregið verulega úr verðhækk- unum á þessu ári, eftir töluverða verðbólgu á síðasta ári. Hjöðnun verðbólgu hefur auðveldað seðlabönkum að draga ört úr peningalegu aðhaldi. Stýrivextir víðast hvar voru lækkaðir mikið í fyrra og á fyrri hluta þessa árs og hafa haldist lágir undanfarna mánuði. Helstu seðlabankar heimsins hafa jafnframt gripið til ýmissa óhefðbundinna leiða til að örva eftirspurn. Litlar breytingar hafa orðið á peningalegu aðhaldi helstu ríkja frá útgáfu síðustu Peningamála nema hvað seðlabankar Noregs og Ástralíu hækkuðu stýrivexti sína um 0,25 prósentur í 1,5% annars vegar og 3,25% hins vegar í október. Alþjóðaviðskipti drógust verulega saman í kjölfar alþjóðakreppunnar Alþjóðaviðskipti hafa haldið áfram að dragast saman í samræmi við minnkandi neyslu, fjárfestingu og birgðastöðu. Lönd sem háð eru útflutningi hafa því fundið einna mest fyrir heimssamdrættinum, en jafnframt er líklegt að batinn í þessum löndum geti orðið hraður þegar heimsverslunin sækir í sig veðrið á ný. Mörg nýmarkaðsríki, sérstaklega í Asíu, eru á góðri leið með að verða helstu neytendur hrávara í heim- inum. Efnahagsbatinn þar er því mikilvægur fyrir bata í löndum sem flytja út hrávöru í miklum mæli. Þrátt fyrir ákveðin batamerki er spáð um 9% samdrætti í alþjóðaviðskiptum á þessu ári og að samdrátt- urinn muni vara fram á næsta ár. Í ágúst var hins vegar spáð 13% samdrætti. Alþjóðlega fjármálakreppan hefur haft mikil áhrif á alþjóðavið- skipti. Endurreisn alþjóðlega fjármálakerfisins er því lykilforsenda þess að alþjóðaviðskipti nái sér fljótlega á strik á ný. Ástand fjármálamark- aða hefur batnað undanfarið sem sést best á því að áhættuálag hefur farið lækkandi víða og er í mörgum tilvikum orðið svipað og áður en bandaríska fjármálafyrirtækið Lehman Brothers féll fyrir ári. Skuldabréfaútgáfa fyrirtækja hefur einnig aukist og fyrrnefnd hækkun á hlutabréfamörkuðum bendir til aukinnar bjartsýni. Ein af ástæðum þess að samdráttur alþjóðaviðskipta hefur verið jafn snarpur og raun ber vitni er skortur á lánafyrirgreiðslu vegna alþjóðaviðskipta í kjölfar fjármálakreppunnar. Heimsviðskipti hafa þó dregist meira saman en fjármögnun milliríkjaviðskipta. Nýleg könnun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins bendir þó til þess að meginástæða samdrátt- arins hafi verið samdráttur eftirspurnar. Hins vegar hefur fjármögnun milli ríkjaviðskipta breyst töluvert.1 Þegar fjármálakreppan skall á var í auknum mæli krafist bankaábyrgðar, staðgreiðslu eða fyrirfram- greiðslu, en hefðbundin viðskiptafyrirgreiðsla (e. trade credit) dróst saman. Hér á landi virðist aðgangur að hefðbundinni viðskiptafyrir- greiðslu einnig hafa dregist verulega saman og mun meira en utan- ríkis viðskipti. Lauslega áætlað virðist sem viðskiptaskuldir við erlenda aðila hafi dregist saman á fyrri helmingi ársins 2009 um 45% frá sama 1. Sjá Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2009). “Trade Finance and Global Trade: New Evidence from Bank Surveys”, 1. kafli í World Economic Outlook, október 2009, bls. 8-9. Heimild: Reuters EcoWin. 12 mánaða breyting (%) Mynd II-7 Alþjóðleg verðbólga Janúar 2002 - september 2009 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Japan -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 20092008200720062005200420032002 1. Innflutningur vöru og þjónustu í helstu viðskiptalöndum Íslands. 2. Einfalt meðaltal vöruinnflutnings og -útflutnings í OECD-ríkjum og stærstu ríkjum utan OECD. Heimildir: OECD, Seðlabanki Íslands. Breyting milli ársmeðaltala (%) Mynd II-8 Alþjóðaviðskipti Helstu viðskiptalönd Íslands1 Alþjóðaviðskipti2 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘10‘05‘00‘95‘90‘85‘80‘75‘71 1. Mismunurinn er reiknaður sem munurinn á 3 mánaða millibanka- vöxtum og 3 mánaða vöxtum á ríkisbréfum. Heimild: Reuters EcoWin. Punktar Mynd II-9 Munur á millibankavöxtum og vöxtum á ríkisbréfum1 Daglegar tölur 2. janúar 2007 - 19. október 2009 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 500 200920082007

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.