Peningamál - 01.11.2009, Qupperneq 36
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
9
•
4
36
á áætlanir á tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins þar sem ekki hefur komið
fram hvernig afla skuli aukinna skatttekna, aðeins hve mikilla tekna
eigi að afla. Þegar Seðlabankinn vann fyrirliggjandi spá lá því ekki fyrir
nákvæm útfærsla á þeim sköttum sem boðaðir voru í fjárlagafrum-
varpinu. Gert er ráð fyrir að tekjuspá ráðuneytisins gangi eftir enda
verði skattareglum breytt eins og þörf krefur. Í fyrri spám sem birst
hafa eftir bankahrunið á árinu hefur verið spáð lægri skatttekjum en í
spám fjármálaráðuneytisins og hefur munurinn helst legið í óbeinum
sköttum. Lakari tekjuspár Seðlabankans í fyrri spám höfðu í för með
sér að ekki var gert ráð fyrir að markmiðinu um afgang á frum- og
heildarjöfnuði yrði náð fyrr en ári síðar en áætlanir fjármálaráðuneyt-
isins gerðu ráð fyrir. Á grundvelli fjárlagafrumvarpsins er tekjuspá
Peningamála nú hærri en áður og er gert ráð fyrir að afgangur verði
á frum- og heildar jöfnuði ári fyrr í samræmi við áætlanir fjármálaráðu-
neytisins.
Beinir skattar hækka meira en óbeinir
Tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins gerir ráð fyrir því að skatttekjur vaxi
um 61 ma.kr. frá áætluðum skatttekjum ársins 2009 þar sem tæpir
38 ma.kr. komi frá beinum sköttum, 8 ma.kr. frá óbeinum sköttum
og 16 ma.kr. frá nýjum orku-, umhverfis- og auðlindasköttum. Þetta
er aukning nafntekna, en beinar aðgerðir á tekjuhlið nema 40 ma.kr.
Skatttekjur sem hlutfall af landsframleiðslu hækka við þessar aðgerðir
um 3,3 prósentur og verða 27,1%. Á sama tíma lækka útgjöld ríkis-
sjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu um 3,3 prósentur og verða
39,8%. Afkomubatinn milli ára yrði því 5,3% af landsframleiðslu.
Beinar aðgerðir til að draga úr útgjöldum nema tæpum 43 ma.kr.
samkvæmt frumvarpinu og skiptast jafnt niður á þrjá helstu útgjalda-
flokkana, eins og gert var ráð fyrir í síðustu spá. Núverandi spá gerir
hins vegar ekki ráð fyrir að þetta gangi að öllu leyti eftir og byggist
sú forsenda á reynslu undanfarinna ára. Jafnframt er spáin lækkuð
um sem nemur minni samdrætti í samneyslu sveitarfélaga. Fjölmörg
sveitarfélög hafa brugðist hratt við breyttum aðstæðum og skorið
niður útgjöld. Staða þeirra er þó mjög misjöfn og erfitt að fá nægilega
góða heildarmynd af henni.
Afkoma hins opinbera batnar hratt á næstu árum
Gangi áætlanir stjórnvalda eftir ætti afkoma hins opinbera að batna
mikið á spátímabilinu. Hallinn sem nam 14% af landsframleiðslu árið
2008 ætti að ná hámarki í ár, enda aðhaldsaðgerðum verið haldið í
lágmarki, og nema 15,2% af landsframleiðslu. Gert er ráð fyrir að
hann lækki frá og með næsta ári, úr 9,7% af landsframleiðslu í 2,4%
árið 2012.
Skuldir ná hámarki á næsta ári en taka síðan að lækka aftur
Áætlað er að samanlagðar skuldir ríkissjóðs, sveitarfélaga og al-
mannatrygginga nái hámarki á næsta ári og að vergar skuldir muni
þá nema um 136% af landsframleiðslu. Verga skuldahlutfallið helst
áfram hátt næstu tvö árin þar á eftir en tekur að lækka frá og með
árinu 2013. Gert er ráð fyrir að skuldahlutfallið muni lækka niður í
115% árið 2014.
Tekjur (v. ás)
Gjöld (v. ás)
Jöfnuður (h. ás)
Frumjöfnuður (h. ás)
Mynd V-4
Fjármál hins opinbera 2000-20121
% af VLF % af VLF
1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
32
36
40
44
48
52
56
60
-18
-14
-10
-6
-2
2
6
10
‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00
Tekjur (v. ás)
Gjöld (v. ás)
Jöfnuður (h. ás)
Frumjöfnuður (h. ás)
Mynd V-5
Fjármál ríkissjóðs 2000-20121
% af VLF % af VLF
1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
20
24
28
32
36
40
44
48
-16
-12
-8
-4
0
4
8
12
‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00
Mynd V-6
Hrein vaxtagjöld hins opinbera 2000-20121
% af VLF
1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00