Peningamál - 13.05.2015, Side 22

Peningamál - 13.05.2015, Side 22
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 22 PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR FJÁRMÁLAMARKAÐIR að enn hefur ekki tekist að skapa verðbólguvæntingum nægjanlega trausta kjölfestu við verðbólgumarkmið bankans. Á sama tíma og verðbólguvæntingar hafa hækkað hér á landi og eru nokkuð fyrir ofan verðbólgumarkmiðið hafa seðlabankar í Evrópu og Bandaríkjunum áhyggjur af of lágum verðbólguvæntingum (sjá kafla II). Hærri vextir hér á landi endurspegla einnig ólíka þróun efnahagsumsvifa sem hafa í meginatriðum vaxið hraðar hér á landi, eins og sést t.d. á hraðari vexti nafnútgjalda og launa. Vextir Seðlabankans eru hins vegar nær því sem þekkist meðal ýmissa nýmarkaðsríkja, enda innlent efnahagsum- hverfi um þessar mundir á margan hátt áþekkara því sem þar þekkist (mynd III-3). Markaðsaðilar búast við hækkun nafnvaxta Seðlabankans Könnun á væntingum markaðsaðila sem var framkvæmd í byrjun maí sl. gefur til kynna að þeir vænti hærri nafnvaxta Seðlabankans á þessu og næsta ári samanborið við janúarkönnun bankans (mynd III- 4). Niðurstöðurnar gefa til kynna að þeir vænti þess að meginvöxtum bankans verði haldið óbreyttum fram á þriðja fjórðung þessa árs og verði þá hækkaðir um 0,5 prósentur, í 5%, og um 0,25 prósentur til viðbótar á fyrsta fjórðungi þess næsta, í 5,25%. Það eru 0,75 prósent- um hærri vextir en þeir væntu í janúar. Vísbendingar um væntingar markaðsaðila út frá mati á framvirkum vaxtaferli segja svipaða sögu. Samkvæmt matinu búast þeir við 0,5 prósentna hækkun meginvaxta bankans á þessu ári og sambærilegrar hækkunar á fyrri helmingi þess næsta og að vextirnir verði þá 5,5%.2 Markaðsvextir og vaxtaálag Langtímanafnvextir hafa hækkað þrátt fyrir óbreytta vexti Seðlabankans Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa hefur hækkað um 0,4-1,2 prósentur frá útgáfu síðustu Peningamála en á sama tíma hefur ávöxtunarkrafa verðtryggðra ríkis- og íbúðabréfa lækkað um 0,3-0,4 Núverandi Breyting frá Breyting frá aðhaldsstig PM 2015/1 PM 2014/2 Raunvextir miðað við:1 (8/5 ’15) (30/1 ’15) (16/5 ‘14) ársverðbólgu 3,0 -0,6 0,0 verðbólguvæntingar fyrirtækja til eins árs 1,5 -0,5 -0,8 verðbólguvæntingar heimila til eins árs 1,5 0,5 0,1 verðbólguv. markaðsaðila til eins árs2 1,0 -0,9 -1,2 verðbólguv. á fjármálamarkaði til eins árs3 1,6 -1,1 -1,5 verðbólguspá Seðlabankans4 1,8 -1,3 -0,7 Meðaltal 1,7 -0,7 -0,7 1. Miðað við vexti 7 daga bundinna innlána fjármálafyrirtækja í Seðlabankanum sem meginvexti bankans frá 21. maí 2014 en fyrir þann tíma einfalt meðaltal vaxta á viðskiptareikningum og hámarksvaxta innstæðubréfa með 28 daga binditíma. 2. Út frá könnun á væntingum markaðsaðila. 3. Verðbólguálag til eins árs út frá mismun óverðtryggða og verðtryggða vaxtarófsins (5 daga hlaupandi meðaltal). 4. Spá Seðlabanka um ársverðbólgu eftir fjóra ársfjórðunga. Heimild: Seðlabanki Íslands. Tafla III-1 Taumhald peningastefnunnar (%) 2. Vísbendingar sem vaxtaferillinn gefur um væntingar markaðsaðila um næstu vaxtaákvarð- anir eru óvissari en ella vegna vandamála við mælingu á stysta enda vaxtarófsins. Sjá nánari umfjöllun í rammagrein III-1 í Peningamálum 2013/4. % Mynd III-3 Meginvextir ýmissa seðlabanka Heimildir: Heimasíður viðkomandi seðlabanka, Seðlabanki Íslands. -2 0 2 4 6 8 10 12 14 Sv is s Sv íþ jó ð Ja pa n Ev ru sv æ ði ð Ba nd ar ík in Br et la nd K an ad a N or eg ur Pó lla nd Su ðu r- K ór ea Á st ra lía M ex ík ó C hí le N ýj a- Sj ál an d K ól um bí a Ís la nd K ín a Su ðu r- A fr ík a Se rb ía Ty rk la nd In dó ne sí a In dl an d Ú rú gv æ R ús sl an d A rg en tín a Br as ilí a Mynd III-4 Meginvextir Seðlabanka Íslands, framvirkir vextir og væntingar markaðsaðila um meginvexti bankans1 Daglegar tölur 21. maí 2014 - 30. júní 2018 % Meginvextir SÍ (vextir á 7 daga bundnum innlánum) PM 2014/4 (lok október 2014) PM 2015/1 (lok janúar 2015) PM 2015/2 (byrjun maí 2015) Væntingar markaðsaðila (í byrjun maí 2015)2 1. Við mat á vaxtaferlinum er notast við vexti á millibankamarkaði og vexti ríkisbréfa. 2. Áætlað út frá miðgildi svara í könnun Seðlabanka Íslands á væntingum markaðsaðila um veðlánavexti dagana 4.-6. maí 2015. Heimild: Seðlabanki Íslands. 2014 2015 2016 2017 ‘18 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 7,5 % Mynd III-5 Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra og verðtryggðra skuldabréfa Daglegar tölur 3. janúar 2011 - 8. maí 2015 Heimild: Seðlabanki Íslands. Verðtryggt íbúðabréf á gjalddaga 2044 Verðtryggt íbúðabréf á gjalddaga 2024 Verðtryggt ríkisbréf á gjalddaga 2021 Óverðtryggt ríkisbréf á gjalddaga 2031 Óverðtryggt ríkisbréf á gjalddaga 2019 Óverðtryggt ríkisbréf á gjalddaga 2017 Óverðtryggt ríkisbréf á gjalddaga 2016 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2011 2012 2013 2014 ‘15

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.