Peningamál - 13.05.2015, Side 28

Peningamál - 13.05.2015, Side 28
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 28 INNLENT RAUNHAGKERFI mannvirkjagerð en sá geiri hefur skilað stigvaxandi framlagi á síðustu þremur árum eftir mikinn samdrátt í kjölfar fjármálakreppunnar. Sé litið til framlags samkeppnisgreina vegast á mikill vöxtur í ferðaþjónustu og samdráttur í sjávarútvegi. Eftir mjög gott ár í sjávarútvegi árið 2013 má rekja samdráttinn í fyrra til þess að loðnuvertíðin var mun lakari en árið á undan auk þess sem botnfiskafli á árinu dróst saman milli ára. Þetta neikvæða framlag sjávarútvegsins var að langmestu leyti vegið upp af vexti ferðaþjónustunnar á síðasta ári. Hagvaxtarþróunin hér á landi var í fyrra áþekk því sem var í helstu viðskiptalöndum Íslands en hagvöxtur var 1,7% að meðaltali meðal þeirra (mynd IV-3). Á evrusvæðinu var hagvöxtur 0,9%, í Bandaríkjunum 2,4% og 2,8% í Bretlandi (sjá kafla II). Horfur á mesta hagvexti í ár frá árinu 2007 Útlit er fyrir að vöxtur innlendrar eftirspurnar verði verulegur á þessu ári þar sem allir undirliðir leggjast á sömu sveif. Gangi spá bankans eftir verður vöxtur þjóðarútgjalda um 6½% en það er ríflega 1½ pró- sentu meira en á síðasta ári. Þrátt fyrir töluverðan vöxt útflutnings er áfram gert ráð fyrir neikvæðu framlagi utanríkisviðskipta til hagvaxtar í ár (sjá umfjöllun síðar í þessum kafla). Hagvöxtur verður því nokkru minni en vöxtur þjóðarútgjalda en þó verulegur eða 4,6%. Það er um ½ prósentu meiri hagvöxtur en spáð var í febrúar og skýrast betri horfur fyrst og fremst af því að búist er við meiri vexti fjárfestingar og útflutnings á árinu. Gangi spáin eftir verður hagvöxtur í ár sá mesti frá árinu 2007. Á næstu tveimur árum er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 3-3½% á ári og að bróðurpartur hans verði vegna vaxtar innlendrar eftirspurnar (mynd IV-4). Batnandi hagur skýrir aukna eftirspurn heimila Á fjórða ársfjórðungi nam vöxtur einkaneyslu 4,5% en 3,7% á árinu í heild sem var í samræmi við febrúarspá Seðlabankans. Er þetta mesti einkaneysluvöxtur frá árinu 2007. Hann má skýra með því að kaup- máttur launatekna jókst umtalsvert á síðasta ári ásamt því að eigin- fjárstaða heimila batnaði. Þar að auki virðist bjartsýni heimila hafa aukist en niðurstöður könnunar Gallup á seinni helmingi síðasta árs sýndi aukningu í fyrirhuguðum stórkaupum neytenda. Samkvæmt sömu könnun hefur þeim neytendum sem vænta meiri heildartekna og betri atvinnumöguleika á næstu misserum fjölgað umfram þá sem hafa lakari væntingar. Útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu í ár verði meiri en undanfarin sjö ár Einkaneysluhorfur á þessu ári eru lítið breyttar frá febrúarspánni. Gert er ráð fyrir að framhald verði á þeirri þróun sem var á síðasta ári þar sem aukinn kaupmáttur ráðstöfunartekna og batnandi eignastaða styðja við vöxt eftirspurnar heimilanna. Helstu vísbendingar einka- neyslu benda til þess að vöxtur hennar í upphafi ársins hafi verið á svipuðum nótum og undir lok þess síðasta (mynd IV-5). Eftir því sem lengra hefur liðið frá fjármálakreppunni og staða heimila batnað hefur vægi varanlegra neysluvara, útgjalda erlendis og bifreiðakaupa aukist. Ef marka má vísbendingar á borð við fyrirhuguð stórkaup neytenda úr Mynd IV-3 Þróun landsframleiðslunnar í kjölfar fjármálakreppunnar1 1. ársfj. 2007 - 4. ársfj. 2014 Vísitala, 3. ársfj. 2008 = 100 Ísland Helstu viðskiptalönd OECD-ríki Evrusvæðið Bandaríkin Bretland 1. Árstíðarleiðrétt gögn fyrir Ísland koma frá Seðlabanka Íslands. Heimildir: Macrobond, OECD, Seðlabanki Íslands. 90 92 94 96 98 100 102 104 106 108 110 20142013201220112010200920082007 Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-4 Hagvöxtur og framlag undirliða 2010-20171 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Einkaneysla Samneysla Fjármunamyndun -4 -2 0 2 4 6 8 20172016201520142013201220112010 Birgðabreytingar Utanríkisviðskipti Landsframleiðsla 1. Efri og neðri mörk átta vísbendinga um einkaneyslu. Vísbendingarnar eru kortavelta, dagvöruvelta, hlutabréfaverð, húsnæðisverð, innflutningur neysluvöru, nýskráningar bifreiða, laun og atvinnuleysi. Vísbendingarnar eru endurskalaðar þannig að þær hafa sama meðaltal og staðalfrávik og einkaneysla. Heimildir: Hagstofa Íslands, Rannsóknarsetur verslunarinnar, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-5 Vísbendingar um einkaneyslu1 1. ársfj. 2004 - 1. ársfj. 2015 Einkaneysla Spá PM 2015/2 Miðgildi vísbendinga Efri og neðri mörk vísbendinga um einkaneyslu -30 -20 -10 0 10 20 ‘04 ‘05 ‘07 ‘09 ‘11 ‘13‘06 ‘08 ‘10 ‘12 ‘14

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.