Peningamál - 13.05.2015, Síða 51

Peningamál - 13.05.2015, Síða 51
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 51 RAMMAGREINAR Í þau skipti þar sem tveir nefndarmenn eru í minnihluta hafa innri nefndarmenn eingöngu myndað meirihluta í fjórðungi tilvika. Það virðast því ekki vera vísbendingar um tilteknar blokkamyndanir innri og ytri meðlima auk þess sem staða seðlabankastjóra lítur ekki út fyrir að vera of sterk miðað við tíð minnihlutaatkvæði annarra innri meðlima nefndarinnar. Hins vegar virðist vera nokkur munur á kosn- ingahegðun innri og ytri nefndarmanna þegar minnihlutaatkvæðin eru skoðuð nánar. Þegar innri meðlimir voru í minnihluta kusu þeir oftar hærri vexti en tillaga seðlabankastjóra hljóðaði upp á heldur en lægri vexti (sjá mynd 3). Það sama á ekki við um ytri meðlimina þar sem fjöldi minnihlutaatkvæða þeirra skiptist jafnt milli þess að vilja hærri eða lægri vexti en meirihlutinn kaus. Innri meðlimirnir virðast því almennt kjósa meira taumhald peningastefnunnar heldur en þeir ytri. Atkvæðamynstur hér á landi svipað og í öðrum löndum Atkvæðaskipting peningastefnunefndar undanfarin sex ár virðist vera í ágætu samræmi við það sem tíðkast erlendis meðal seðla- banka með svipað ákvarðanaferli. Í ræðu sem þáverandi seðla- bankastjóri Englandsbanka, Mervyn King, hélt árið 2007 um tíu ára reynslu peningastefnunefndar bankans fjallaði hann um ólíkar skoð- anir nefndarmanna á ákvörðunum um peningastefnuna og taldi þær endurspegla ólík sjónarmið um það hvernig ætti að túlka gögn um þróun efnahagsmála. Stundum hefði staðan í efnahagsmálum verið afar óljós og túlkun haggagna því erfið sem leiddi til eðlilegra skoð- anaskipta og ólíkra sjónarmiða innan nefndarinnar og þ.a.l. aukins fjölda vaxtaákvörðunarfunda þar sem ekki næðist samhljómur um niðurstöðuna. Á hinn bóginn gæti sú staða verið uppi að staða hag- sveiflunnar og eðli efnahagsskella séu óumdeild og nauðsynleg við- brögð við þeim skýr og því kæmu tímabil þar sem nefndin væri sam- mála um aðgerðir í peningamálum. Í ræðu King kemur einnig fram að minnihlutaatkvæði eru töluvert fleiri hjá peningastefnunefnd Englandsbanka heldur en t.d. í peningastefnunefndum seðlabanka Bandaríkjanna, Svíþjóðar og Japans og sama má segja um hlutfall funda þar sem a.m.k. fjórðungur nefndarmanna er í minnihluta. Samanburður á atkvæðamynstrinu hér á landi við upplýsingar sem þarna koma fram sýnir að hlutfallsleg tíðni tilvika hér á landi þar sem einn nefndarmaður er í minnihluta er svipuð og var í Svíþjóð á árunum 1999-2007 en um helmingi lægri en í Bretlandi á sama tíma- bili. Hins vegar er hlutfall tilvika þar sem a.m.k. fjórðungur nefndar- manna er í minnihluta svipað hér og í Bretlandi og hærra en í Svíþjóð. Niðurstöður rannsóknar Gerlach-Kristen (2009) á atkvæða- mynstri peningastefnunefndar Englandsbanka benda til þess að ytri meðlimir hafi tilhneigingu til að kjósa lægri vexti en innri meðlimir, líkt og er raunin hér á landi, einkum á samdráttartímabilum. Ólíkt því sem virðist hér á landi eru ytri nefndarmenn hins vegar oftar í minnihluta í Englandsbanka heldur en þeir innri. Hún telur lík- legar ástæður fyrir því vera m.a. að ytri meðlimir virðast leggja meiri áherslu á að forðast samdrátt í efnahagslífinu heldur en hinir innri (e. recession averse). Ólík tapföll (e. loss function) nefndarmanna gætu því skýrt mun á atkvæðamynstri þeirra og að hugsanlegt væri að innri nefndarmenn legðu meiri áherslu á verðstöðugleika en þeir ytri. Það virðist í takt við niðurstöður rannsóknar Jung (2011) á atkvæða- mynstri nokkurra peningastefnunefnda sem benda til þess að innri meðlimir peningastefnunefndar Englandsbanka bregðist af meiri krafti við hættu á aukinni verðbólgu í kjölfar efnahagslegra áfalla heldur en ytri meðlimir nefndarinnar. Mynd 3 Atkvæðaskipting minnihlutaatkvæða 2009-2014 Fjöldi atkvæða Innri meðlimir Ytri meðlimir Heimild: Seðlabanki Íslands. 25 0 5 10 15 20 25 Kaus hærri vextiKaus lægri vexti

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.