Skírnir - 01.01.1951, Page 7
SIGURÐUR NORDAL:
BJÖRN MAGNÚSSON ÓLSEN
MINNINGARRÆÐA, FLUTT I HÁSKÖLA ÍSLANDS
17. JtJNl 1951
I.
Þegar til þess er hugsað, að Björn Magnússon Ölsen var
orðinn sextugur að aldri, áður en Háskóli íslands var stofn-
aður, má minnast máltækisins, að margur á sín lengi að bíða.
Hann hafði að vísu gengið að skyldustörfum sínum í lærða
skólanum, þar sem hann var kennari 1879—1895 og síðan
rektor til 1904, af miklum dugnaði og samvizkusemi. En
ýmislegt var honum mótdrægt i þeim embættum, og vafa-
laust hefði hann alla tíð notið sín betur sem háskólakennari.
Áhuga sinn og ást á fræðilegum viðfangsefnum hafði hann
bezt sýnt og sannað með því að leysa af höndum, samhliða
umsvifamiklu skólastarfi, furðu víðtækar og fjölbreyttar rann-
sóknir. Hann hafði getið sér þann orðstír fyrir lærdóm og
skarpskyggni, að hverjum háskóla, sem vera skyldi, hefði
verið sómi að honum í kennaraliði, og þessum litla háskóla
var það mikill styrkur að hafa þegar í upphafi slíkum manni
á að skipa. Þetta viðurkenndu samkennarar hans líka með
þvi að kjósa hann fyrsta rektor háskólans. Bjöm M. Ólsen
kunni vel við sig í þessari stofnun og unni henni af heilum
huga. Það er varla ofmælt, að þau ár, sem hann starfaði
þar, hafi verið honxnn ánægjulegasti tími ævinnar. En þau
urðu jafnvel enn færri en við hefði mátt búast eftir aldri
hans. Hann lét af embætti haustið 1918, hafði þá kennt
sjúkleika fyrir tæpum tveimur árum og verið alveg frá verki
veturinn áður, enda átti ekki nema fáa mánuði ólifaða. Því
miður auðnaðist þessrnn frábæra kennara ekki að búa neina
fasta nemendur í íslenzkum fræðum undir próf. En það úr
fyrirlestrum hans, sem prentað hefur verið, sumt jafnóðum