Skírnir - 01.01.1951, Side 8
6 Sigurður Nordal Skímir
og sumt eftir hans dag, ber vitni um þá alúð, sem hann
lagði við kennsluna.
1 þessum minningarorðum tel eg mér skyldast að víkja of-
urlítið að rannsóknum Björns M. Ólsens. Það mundi hann
sjálfur hafa kosið, því að þær voru heilasta og samfelldasta
áhugamál hans og munu halda nafni hans lengst á lofti. En
yfirlit um þær allar væri allt of mikið umræðuefni svo
stuttrar stundar og gæti ekki orðið annað en upptalning. Þess
vegna hef eg valið einn þátt úr, Landnámu-rannsóknir hans,
og verður samt að fara þar of fljótt yfir sögu til þess að gera
þeim svo glögg skil sem æskilegt væri. En ritgerðir Bjöms
M. Ólsens um þetta efni eru í örfárra manna höndum hér
á landi, því að þær voru allar nema ein birtar í dönsku
tímariti, Aarböger for nordisk Oldkyndighed og Historie. Þær
hafa jafnan verið og em enn fslendingum miklu ókunnari
en ritgerðir hans um heimkynni Eddukvæðanna og um Sturl-
ungu, sem em aðrar aðalrannsóknir hans á íslenzkum bók-
menntum, — heldur en Sólarljóða-útgáfan, sem er ágætt sýn-
ishorn kvæðaskýringa hans, — og heldur en bókin um
kristnitökuna, sem má telja höfuðritið meðal þess, sem hann
skrifaði um sagnfræðileg efni. Auk þess eiga Landnámu-
rannsóknirnar sér lengsta sögu, og hún er að ýmsu leyti
óvenju lærdómsrík.
II.
I doktorsritgerð sinni, Runerne i den oldislandske Litera-
tur, 1883, reyndi Björn M. Ólsen að færa rök að því, að
elztu rit íslendinga, fram um miðja 12. öld, hefðu verið
letmð með rúnum. Til þessarar fyrstu bókar hans, sem ann-
ars er ekki unnt að ræða hér um, má í rauninni rekja upp-
haf Landnámu-rannsóknanna. Ari fróði er helzti nafngreindi
rithöfundur frá þessu tímabili, hann kom þegar nokkuð við
sögu í rúnabókinni, og athygli Bjöms M. Ólsens beindist síð-
an meir og meir að honum. Þetta kemur fram í þremur rit-
gerðum frá ámnum 1886—1894: Om Forholdet mellem de
to Bearbejdelser af Ares Islændingebog, Ari Þorgilsson hinn
fróði (Tímarit Bókmenntafélagsins, 1889) og Om Are frode.