Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 10
8
Sigurður Nordal
Skirnir
hugði hann Kolskegg, sem í sjálfri Landnámu er talinn hafa
„sagt fyrir“ um Austfirðingafjórðung sunnanverðan, vera
munnlegan heimildarmann.) 2) Að efnisröð Melabókar sé
hin upphaflega, frá Ara, og af þessum ástæðum og ýmsum
öðrum sé sú gerð, það sem hún nær, girnilegust til fróð-
leiks um elztu mynd Landnámu.
Konráð Maurer, sem allra erlendra manna fyrr og síðar
hefur rannsakað íslenzkar fommenntir af mestri þekkingu
og glöggskyggni, birti árið 1891 rækilega ritgerð um Ara
fróða í þýzka tímaritinu Germania. Þótt Maurer hefði fyrst-
ur manna veitt því athygli, að Melabók færi réttara með
sum atriði en hinar gerðirnar, gat hann hvorki fallizt á skoð-
anir Björns M. Ólsens um sérstaka Landnámu eftir Ara né
um hina upphaflegu efnisröð hennar. Björn M. Ólsen svar-
aði Maurer í ritgerð sinni frá 1894, sem fyrr var getið, árétti
þar fyrri röksemdir sínar og ritaði auk þess langt mál um
afstöðu Kristni sögu til Islendingabókar og Landnámu.
Nú víkur sögunni til Finns Jónssonar. Þeir Bjöm M. Ólsen
bám um sína daga ægishjálm yfir þeim löndum sínum, sem
við forn-íslenzk fræði fengust, og var Finnur samt enn stór-
virkari, kom viðar við og hafði betri aðstöðu til þess að koma
skoðunum sínum á framfæri. Eins og kunnugt er, greindi
þessa skörunga á um marga hluti, enda ólíkir að gáfnafari
og þó báðir allmiklir kappsmenn. Þess er samt skylt að geta,
að þeir mátu hvor annan mikils og urðu því hetri vinir sem
þeir lifðu lengur, og Finnur færði sér sumar rannsóknir
Björns M. Ólsens í nyt, einkanlega um Sturlungu. — 1 bók-
menntasögu sinni, sem kom út á árunum 1894—1902, rit-
aði Finnur Jónsson rækilega bæði um Ara og Landnámu.
Auk þess gerði hann nýja útgáfu Landnámu, sem kom út
árið 1900, þar sem Hauksbók, Sturlubók og Melabók voru
prentaðar hver um sig, ásamt Melabókar-köflunum úr Þórð-
arbók. Hún er enn undirstöðuútgáfa, hvað textann snertir.
— En um skoðanir Finns á Landnámu er það skemmst að
segja, að þær gengu þvert gegn skoðunum Bjöms M. Ólsens
í öllu því, sem unnt var að deila um. Finnur hugði elztu
Landnámu ekki saman setta fyrr en um 1200, þótt að nokk-