Skírnir - 01.01.1951, Side 13
Skírnir
Björn Magnússon Ólsen
11
að: hvernig útsýnið víkkar frá markaðri braut og nýjar leið-
ir opnast, sem var ekki fyrirhugað að kanna.
Nákvæmari samanburður Landnámu og íslendinga sagna
hlaut meðal annars að leiða í ljós, að það samræmi þessara
heimilda, sem menn áður höfðu rakið til munnlegra frásagna
og fróðleiks, stafaði ýmist frá því, að stuðzt hafði verið við
Landnámu í sögunum eða við sögurnar í hinum yngri Land-
námugerðum. Þar sem hvorugu þessu var til að dreifa, bar
oft furðu mikið á milli. Þetta leiddi Björn M. Ólsen smám
saman til ýmissa athugana um aldur, myndun og heimilda-
gildi Islendinga sagna. Þegar hann ritaði um Landnámu og
Egils sögu (1904), treysti hann sér ekki til þess að ganga
gegn þeirri skoðun, að sagan væri í allra síðasta lagi samin
rétt eftir aldamótin 1200. Þess vegna varð hann að gera ráð
fyrir því, að Snorri hefði samið hana, áður en hann fluttist
frá Borg, en þetta spillti aftur rökfærslu hans að ýmsu öðru
leyti. Síðar fór hann að athuga betur rökin fyrir því, að flest-
ar Islendinga sögur væru svo snemma ritaðar sem menn
höfðu talið, fyrir og um 1200, og sá þá, að það var framar
öllu stutt við hinn svo nefnda Sturlungu-formála, — við lak-
ari texta hans, sem þar að auki var ranglega skýrður. Fyrir
þessu gerði hann óhrekjanlega grein í stuttri ritgerð í ritum
norska Vísindafélagsins: Om den sákaldte Sturlunga-Prolog og
dens formodede Vidnesbyrd om de islandske Slœgtsagaers Al-
der, 1910. Og hann færði sér þessa niðurstöðu í nyt í ritgerð-
inni Om Gunnlaugs saga ormstungu, sem hann birti árið eftir
í ritum danska Vísindafélagsins, því að þar taldi hann sög-
una hér um bil heilli öld yngri en áður hafði verið gert, þ. e.
frá síðari hluta eða lokum 13. aldar.
Þessi ritgerð er líklega, þegar á allt er litið, djarflegust og
róttækust af öllu, sem Bjöm M. Ólsen skrifaði. I rauninni
var aðeins ein svipuð rannsókn áður til, ritgerð Konráðs Mau-
rers um Hænsa-Þóris sögu (1871). En hún hafði brotið svo
bág við drottnandi skoðanir, að menn lærðu furðu lítið af
henni. Helzti árangur hennar varð sá, að þessari ágætu sögu
var vísað í eins konar skammarkrók, meðal hinna yngri og