Skírnir - 01.01.1951, Síða 14
12
Sigurður Nordal
Skírnir
óáreiðanlegri Islendinga sagna. Það varð trúnni á Hænsa-Þóris
sögu að falli, að Ari segir frá sömu atburðum, og menn treyst-
ust nú ekki framar, eins og enn fyrr hafði verið gert, að taka
söguna fram yfir Islendingabók, þar sem þeim bar á milli.
Gunnlaugs saga var að því leyti óárennilegri, að þar er ekki
kostur neinnar slíkrar heimildar til samanburðar og í henni
eru margar vísur, sem virðast styðja frásöguna, en engin í
Hænsa-Þóris sögu. Björn M. Ólsen gerðist nú svo djarfur
að halda því fram, að ekki einungis sagan sjálf væri að mestu
skáldsaga, heldur væru flestar vísumar ortar af höfundi sög-
unnar. Eg skal játa, að eg er ósammála ýmsu í þessari rit-
gerð. En þegar þess er gætt, hversu torvelt viðfangsefnið er,
og hún er borin saman við allt annað, sem áður hafði verið
ritað um Gunnlaugs sögu, virðist mér ekki vafamál, að hún
markar stórt spor í áttina að réttari skilningi og var hvorki
meira né minna en afreksverk á þeim tíma, er hún var sam-
in. — Rannsóknum sínum á fslendinga sögum hélt Björn M.
Ólsen síðan áfram í sambandi við háskólafyrirlestra sína. En
honum entist ekki aldur til þess að vinna úr þeim til hlítar,
og ekkert af þeim birtist á prenti fyrr en löngu síðar (í Safni
til sögu íslands, 1937—1939). Þær ágætu athuganir, sem í
þeim eru, hafa þess vegna ekki komið öðrum fræðimönnum
að því gagni, sem þær hefðu annars getað gert.
III.
En nú mundi mörgum verða að spyrja sem svo um Land-
námu-rannsóknimar: Skiptir ekki þetta viðfangsefni allt of
litlu máli til þess, að mikill fræðimaður berjist við það og
um það í rúman þriðjung aldar og honum sé talinn árang-
urinn af þeirri baráttu sérstaklega til ágætis?
Bimi M. Ólsen var það fyllilega ljóst, að þessar rannsókn-
ir vörðuðu ekki einungis þátt úr sögu íslenzkra bókmennta
— og hann fullmerkan í sjálfu sér, — heldur undirstöðu
þekkingar vorrar á upphafi þjóðarsögunnar. Hann segir í
ritgerð sinni frá 1889: „Landnáma verður miklu áreiðanlegra
sögurit, ef meginþorri hennar er saminn á 12. öld af Ara
fróða, heldur en ef mest af henni er tekið saman á 13. öld