Skírnir - 01.01.1951, Page 16
14
Sigurður Nordal
Skírnir
leita sannleikans í hverri fræðigrein fyrir sig, og 2) að lei5-
beina þeim, sem eru í sannleiksleit, hvemig þeir eigi að leita
sannleikans í hverri grein fyrir sig. — Með öðrum orðum:
háskólinn er vísindaleg rannsóknarstofnun og vísindaleg
fræ5slustofnun.“
Þetta geta virzt allt of stór orð við slíkt tækifæri. Og þó
vissi Bjöm M. Ólsen einmitt manna bezt, hversu smár og
ófullkominn þessi háskóli var, að hlutverk hans var að miklu
leyti að vera embættismannaskóli og kröfurnar til hans varð
að miða við þetta hvort tveggja. Eigi að síður þótti honum
skylt að benda á hœsta markmiðið, sem er öllum háskólum
sameiginlegt, smáum og stórum, öllum vísindagreinum og
fræðigreinum, — þá skyldu, sem er alltaf jafnbrýn, ef eitt-
hvað er tekið fyrir til rannsóknar á annað borð. Því að hvað
er sannleikur? Hann er ekki þess háttar hnoss, að hann verði
gripinn á lofti í einni svipan, heill og óskiptur. Ef hann á
að vera annað en hljómandi orð, verður hann í framkvæmd-
inni leit að einu smáatriðinu eftir annað, sú krafa til sam-
vizku manns, að hann sé trúr yfir því smæsta jafnt sem
hinu stærsta. Þessi krafa er svo skilyrðislaus, að hún verður
ekki mæld á neinn annarlegan kvarða. Aldrei verður heldur
fyrir fram vitað með vissu, að hvaða sannleiksbroti gagn verð-
ur né á hversu miklu burðarþoli einn lítill steinn í musteri
visindanna þarf að halda, þegar hærra skal reisa. Hitt er
víst og margreynt, að eitt rangt atriði, sem kallað er smátt
og vanrækt að gefa gaum, getur eitrað út frá sér mörg önn-
ur og miklu stærri. Og hér þarf að vera á verði gegn ýmiss
konar hættum og gildrum, — ekki einungis skeikulli sjón
og rökvísi, heldur hleypidómum og vilsýni, bæði vísinda-
mannsins sjálfs og umhverfis hans, — svo að ekki sé talað
um það grhmdausa skoðana-valdboð, sem næg dæmi eru um
fyrr og síðar og hefur ef til vill aldrei komið harðara niður
á sögulegum fræðum með ýmsum þjóðum en á vorum dögum.
Þegar Björn M. Ólsen ritaði greinar sínar um heimkynni
Eddukvæðanna, tóku Islendingar þeim fegins hendi, ekki fyrst
og fremst sem nýjum sannindum, heldur af því að þá voru
þjóðinni í raun og veru í fyrsta sinn eignuð þessi stórbrotnu