Skírnir - 01.01.1951, Side 17
Skírnir
Björn Magnússon Ölsen
15
kvæði eða að minnsta kosti mikill þorri þeirra. En hann sagði
sjálfur í upphafi fyrri greinarinnar, að honum þætti það
virðingarvert af Finni Jónssyni (sem taldi kvæðin ýmist
norsk eða grænlenzk), að hann hefði ekki látið sannleiksást
sína lúta í lægra haldi fyrir þjóðlegum hleypidómum, —
enda vonaðist hann til þess að verða ekki sjálfur sakaður
um að hafa látið neina slíka hleypidóma ráða niðurstöðum
sínum. — Þó að Bjöm M. Ólsen þætti og væri allmikill mála-
fylgjumaður, bæði í sókn og vöm fyrir skoðunum sínum,
var það áreiðanlega einlægur vilji hans að hafa sannleikann
einan fyrir leiðarljós í rannsóknum sínum, og fastheldni hans
við niðurstöður sínar stafaði af því, að hann þóttist hafa
lagt sig í líma að athuga þær, áður en hann lét þær uppi.
f deilum um þau efni gætti hann jafnan fyllstu hófsemi og
kurteisi, og hann bar það með þögn og þolinmæði, að árang-
urinn væri seint viðurkenndur eða jafnvel enginn gaumur
gefinn. Og mér virðist hann hafa sýnt það í þeim rannsókn-
um, sem hér hefur verið reynt að segja frá, eins og reyndar
víðar, að hann vildi hvorki láta sinn eiginn né annarra geð-
þótta sitja í fyrirrúmi fyrir því, sem sannast væri og réttast.
Hann var, eins og allir fslendingar, efalaust alinn upp í
þeirri trú, að fomsögurnar væru miklu traustari heimildir
en þær reyndust honum við nánari kynni. Frá þeirri skoð-
un hefur honum sjálfum ekki að öllu leyti verið sársauka-
laust að hverfa, og það því síður sem hann gat litið nokkuð
köldum augum á sum skáldleg verðmæti. Hann hefur líka
vitað það vel, að trúin á bókstafleg sannindi sagnanna var
rótgróin hér á landi og fjölda manna enn viðkvæmara mál
en honum sjálfum. Ef ritgerð hans um Gunnlaugs sögu hefði
orðið nokkuð kunn á íslandi, hefði hún orðið að því skapi
illa þokkuð sem greinamar um Eddukvæðin urðu vinsælar
— og nákvæmlega af sömu ástæðum, þó að tilfinningar
manna hlésu í fyrra skiptið með, en þetta skiptið móti rök-
semdunum. En hitt er jafnvíst, að hvort sem hann hefði í
þetta sinn séð niðurstöðum sínum tekið með hyrgðum augum
eða rakalausum digurmælum, hefði það ekki haggað honum
af brautinni. Hann hefði fyrir bragðið skilið enn betur, að