Skírnir - 01.01.1951, Page 19
ÞORKELL JÓHANNESSON:
DAGUR ER UPP KOMINN
HUNDRAÐ ÁRA MINNING ÞJÓÐFUNDARINS 1851
Með þjóðfundinum 1851 lýkur hinni fyrstu lotu í sjálf-
stæðisbaráttu Islendinga. Undanfari hennar er togstreitan
um endurreisn Alþingis, sem rakin verður til upphafs stétta-
þinganna í Danmörku, en af henni lærðu íslendingar fyrst
að beita kröftum sínum að þjóðmálum með skipulegum hætti.
Stjómmálaþroski sá, er fram kom á þjóðfundinum og í öll-
um viðbúnaði, áður en hann hófst, er fyrst og fremst ávöxtur
þess stjórnmálastarfs, sem hér var unnið á árunum 1831
—1848 í sambandi við alþingismálið og svo á hinum fyrstu
þingum. Því má eigi gleyma, að þeir menn, sem hér stóðu
að verki, vom aldir upp við einveldið og því frá upphafi
alls óvanir því að láta þjóðmál til sín taka. Þegar þess er
gætt, má kalla aðdáunarvert, hversu fljótir menn voru að
átta sig, og á það fyrst og fremst við um allmikinn hluta
bændastéttarinnar og allan þorra hinna yngri menntamanna.
Embættismenn landsins, að undanskildum prestunum, er
næstir stóðu bændunum, eins og stöðu þeirra var þá háttað,
vom verr settir að því leyti, að þeir vom að fomri venju
háðir ríkisstjórninni og æðsta umboðsmanni hennar hér, stift-
amtmanni, og ýmist töldu sér skylt að fylgja stefnu henn-
ar eða treystust ekki til að láta í ljósi gagnstæða skoðun,
enda er ekki um það að villast, að stjómin lét sér annað síður
en svo vel líka. Verður síðar að þessu efni vikið, þar sem
rætt verður um eftirmál þau, sem urðu, er þjóðfundinum
lauk.
I.
Vorið 1831 gaf Friðrik konungur VI. út tilskipun um
stofnun ráðgjafarþinga fyrir Eydani, Jóta, Slésvík og Holstein.
2