Skírnir - 01.01.1951, Síða 20
18
Þorkell Jóhannesson
Skírnir
Nánari reglur um þing þessi voru settar 1834. Kosningarrétt-
ur til þinga þessara var við það bundinn, að menn ættu fast-
eign, og kosið eftir stéttum, enda voru þingin kölluð stétta-
eða standaþing á íslenzku þeirra tíma. Þing þessi — en þar
réðu mestu ríkir jarðeigendur — höfðu ekki löggjafarvald,
máttu aðeins láta í ljósi álit sitt um mál, sem rikisstjómin
lagði fyrir þau, og háð voru þau fyrir luktum dyrum. Þau
vom því allfráhmgðin þingum, sem nú gerast, um skipan
alla, völd og starfshætti. En eigi að síður er stofnun þeirra
glöggur vottur um það, að nýr tími var að ganga í garð.
Einveldið lét hér nokkuð undan síga, og sú stund nálgaðist
óðum, að þjóðirnar fengju meiri og meiri áhrif og ítök í
stjórn landanna. Eins og áður var stuttlega að vikið, var
sjálfsagt heppilegt, að sú breyting gerðist ekki í einum svip.
Stéttaþingin komu fyrst saman 1835—36. Þeir menn, sem
þar völdust til áhrifa og fomstu, höfðu því nokkurt svigrúm
til þess að öðlast reynslu og æfingu í stjórnmálastarfi og
meðferð þjóðmála, áður en einveldinu lyki, og kom þetta
að góðu haldi.
Eins og kunnugt er, var Islendingum ætlað að eiga fulltrúa
á þingi Eydana. I fyrstu var allt á huldu um það, hvemig
þeirri þátttöku yrði varið, en að ráði dómsmálastjómarinnar
ákvað konungur nokkm síðar að leita álits hinna helztu
embættismanna á Islandi, amtmanna fyrst og fremst. Baldvin
Einarsson, hinn þjóðkunni skörungur, er þá dvaldist við há-
skólanám í Kaupmannahöfn, sá og skildi fyrstur Islendinga,
hve mikilvægt þetta var. Sumarið 1831 var hann önnum kafinn
við að búa sig undir að taka lögfræðipróf með haustinu, en
gat þó ekki stillt sig um að láta málið til sín taka. I bréfi,
sem hann skrifaði föður sínum í marz 1831, kemur glöggt
fram, hvílík áhrif júlíbyltingin franska 1830 — en frá henni
stafaði stofnun stéttaþinganna beint og óbeint — hafði á
hann haft og hverjar vonir hann tengdi við boðskap kon-
ungs um stéttaþingin: „öll veröldin er í uppnámi, og miklir
viðburðir sýnast í vændum. Mannanna frelsisandi vaknar og
krefst síns réttar hjá konungum og einvaldshermm.“ Því
næst skýrir hann frá stofnun stéttaþinganna. „Ef þetta kemst