Skírnir - 01.01.1951, Side 21
Skírnir
Dagur er upp kominn
19
á á Islandi, þá fáum við Alþing aftur, og þess væri mjög
að óska.“ Tveim árum áður hafði Baldvin stofnað ársrit sitt,
Ármann á Alþingi, en af því má glögglega sjá, hversu fast
hugur hans dróst að þjóðmálum og hversu ljóslifandi minn-
ingin um Alþingi hið forna var í huga hans. Nú var stund-
in komin til þess að hefja baráttuna fyrir endurreisn Al-
þingis. f því skyni sneri hann sér til Bjarna Thorarensens,
er þá var yfirdómari og bjó í Gufunesi, einn hinn þjóðrækn-
asti maður í hópi íslenzkra embættismanna, og skýrði hon-
um frá hugmynd sinni um, að stofnað yrði ráðgjafarþing á
íslandi. Bjarni varð þegar mjög hrifinn af þessari hugmynd,
hét henni fylgi sínu og bauðst til þess að koma tillögunni um
stofnun þingsins á framfæri við dómsmálastjómina með at-
beina Finns Magnússonar, er þá mátti sín mest allra fslend-
inga ytra vegna margvíslegra tengsla við danska áhrifamenn.
Skoraði Bjami á Baldvin að skýra málið fyrir dómsmála-
stjórninni og safna íslendingum ytra til fylgis við málið.
Baldvin lét ekki á sér standa, samdi ýtarlega ritgerð um mál-
ið, sem prentuð var í Ármanni á Alþingi 1832 og birtist
einnig á dönsku. Fékk málið góðar undirtektir ytra, en um
framgang þess var þó allt í óvissu. Undirtektir embættis-
mannanna á íslandi studdu yfirleitt að því, að ísland fengi
sérstakt ráðgjafarþing. Þó var Bjami amtmaður Þorsteinsson
því mótfallinn og raunar líka stiftamtmaðurinn, L. A. Krieger.
Dómsmálastjómin lagðist og á móti þingi á íslandi, og 4.
júní 1832 ákvað konungur, að íslendingar skyldu eiga full-
trúa á Hróarskelduþingi. Alls áttu íslendingar þátt í fjómm
slíkum þingum, síðast 1842. Kostnaðurinn við þessa þing-
setu var allur greiddur úr konungssjóði. Fór vel á því, að
þjóðin slapp við kostnað af slíku, því að kalla má, að það
væri gagnslaust með öllu.
Hér verður sagan um endurreisn Alþingis ekki rakin að
öðru en því, sem verða má til þess að leiða betur í ljós stjóm-
málaástandið í landinu undir lok einveldisins. Fyrstu lotu
átakanna um endurreisn Alþingis lauk með ósigri, sem vænta
mátti. í raun og vem var hér ekki um annað að ræða en
draumsjón einstaklings, sem að vísu hafði tekizt að afla sér