Skírnir - 01.01.1951, Side 22
20
Þorkell Jóhannesson
Skímir
nokkurs stuðnings meðal ungra Islendinga í Kaupmanna-
höfn og velvildar nokkurra danskra hugsjónamanna án telj-
andi pólitískra áhrifa. Heima á fslandi hafði málið í raun
og veru ekki eignazt nema einn eindreginn liðsmann, Bjarna
Thorarensen, og með úrskurði konungs 1832 um þátttöku
fslendinga í Hróarskelduþingi, var málið útkljáð í augum
þeirra embættismanna, er að öðrum kosti höfðu tjáð sig
fylgjandi innlendu þingi. Og nú var Baldvin Einarsson frá
fallinn og með honum rit hans, Ármann á Alþingi. Mátti
svo virðast, að þar með væri öllu lokið. En því fór samt fjarri.
Þegar á allt er litið, má reyndar telja árangurinn af bréfa-
gerðum og hollaleggingum manna um Alþingismálið á fyrsta
stigi þess furðulega mikinn, þegar þess er gætt, að fylgis-
menn málsins áttu mjög óhægt með að bera saman ráð sín
og styrkja hver annan, en foringinn, Baldvin Einarsson, ekki
stórhugaðri en svo, að hann var til sinnar hinztu stundar
alger einvaldssinni, engu síður en menn eins og Magnús
Stephensen og Bjarni amtmaður Þorsteinsson, og mótfallinn
þingbundinni konungsstjóm. En andspyrnan gegn því, að ís-
lendingar ættu hlut í fulltrúaþingi með annarri þjóð, var full-
komlega réttmæt og skiljanleg einnig frá þessu sjónarmiði.
Því að það var mjög sitt hvað að eiga ráð sitt undir konung-
inum og ráðherrum hans eða eiga að sæta tillögum og áhrif-
um danskrar fulltrúasamkomu á málefni þjóðarinnar. Þetta,
sem nú var síðast talið, var óþolandi tilhugsun reglulegum
einvaldssinna eins og t. d. Magnúsi Stephensen, enda vildi
hann engin stéttaþing hafa né neitt um slíkt heyra. Baldvin
Einarsson og fylgismenn hans mátu aftur mest í þessu máli
uppeldisleg áhrif þinghaldsins á þjóðina, eða „glæðingu þjóð-
arandans", sem Baldvin kallaði svo.
Það kom nú brátt í ljós, að eigi þurfti neitt þinghald til
þess að glæða þjóðarandann svo, að óskir landsmanna og
kröfur fæm langt fram úr þvi, sem fyrstu forgöngumönnum
Alþingismálsins hafði til hugar komið. Baldvin Einarsson var
að vísu frá fallinn, en sá var hendi nær, er reisa skyldi
merkið og fylgja málinu fram að öðram áfanga þess. Sá
maður var Tómas Sæmundsson.