Skírnir - 01.01.1951, Side 23
Skírnir
Dagur er upp kominn
21
Þess er enginn kostur hér, enda með öllu óþarft, að kynna
Tómas Sæmundsson þeim, sem þessi orð lesa, fremur en Bald-
vin Einarsson. Saga þeirra er í höfuðdráttum nægilega kunn
öllum fslendingum. Þegar Tómas kom til Kaupmannahafn-
ar úr hinni miklu suðurför sinni vorið 1834, höfðu þrír
gamlir félagar hans og vinir, þeir Brynjólfur Pétursson, Jónas
Hallgrímsson og Konráð Gíslason, sent út hoðsbréf að nýju
ársriti, Fjölni, og gekk Tómas þegar í félag þeirra. Má kalla,
að hann væri síðan lífið og sálin í útgáfu Fjölnis, og má
ætla, að ritið hefði átt stuttan aldur, ef eigi hefði við notið
brennandi elju hans og sífelldra brýninga. Samvinnan varð
þó frá fyrstu örðug, vegna þess að þetta sama sumar flutt-
ist Tómas heim til fslands og gerðist prestur að Breiðaból-
stað í Fljótshlíð. En þótt þeir félagar væru um margt ólíkir,
og þeir Brynjólfur, Jónas og Konráð vildu leggja mesta
áherzlu á það, sem var skynsamlegt og skemmtilegt, en Tóm-
as fyrst og fremst á það, sem væri nytsamlegt, var samstarf
þeirra hið farsælasta, þótt á milli bæri með köflum. Og
í Alþingismálinu voru þeir hjartanlega sammála. Fyrsti ár-
gangur Fjölnis hefst á hinni snjöllu herhvöt Jónasar Hall-
grimssonar: „ísland, farsælda frón —“. En í bréfi frá ís-
landi kemst Tómas svo að orði um Alþingismálið: „Lítið er
hér talað um hina nýju stjórnarskipan; alþýðan veit ekki
hvað það er, en það þráir enginn, sem hann þekkir ekki .. .
Um nytsemi þvílíkrar stjórnarlögunar sýnist mér þó mann-
kynssagan bera ljóst vitni, og þá ætla eg þjóðirnar hafa kom-
izt hæst, þegar þær hafa fengið að taka þátt í löggjöfinni.“
Hér er nógu skýrt að orði komizt. Og eigi eru þeir Jónas
og Konráð myrkir í máli um þetta sama efni í Skimi 1836,
er þeir ræða um fyrsta árið, sem stéttaþingin störfuðu í
Danmörku: „Farsæld þjóðanna er ekki fólgin í því, að ein-
stakir menn baði í rósmn og ráði öllu, sem þeir vilja, svo
að hinir þori ekki annað en hneigja sig í auðmýkt . . . heldur
í því, að jöfnuðurinn sé sem mestur og almenningur ali önn
fyrir almenningshag. En þó að Dani vanti mikið á að vera
komnir að þessu takmarki, þá mun ekki að síður óhætt að
fullyrða, að þeir hafi aldrei á einu ári nálgazt því jafn-