Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 24
22
Þorkell Jóhannesson
Skírnir
mikið og nú, síðan í fyrra.“ Glöggt er, hvert þessi ummæli
stefna og hver var stjórnmálahugsjón Fjölnismanna. Baldvin
Einarsson gerði sig ánægðan með einveldi, stutt ráðgjafar-
þingum. En hugsjón Fjölnismanna er þingbundin konungs-
stjórn. f raun og veru sýnir þetta þó fyrst og fremst hina
öru stjómmálaþróun þessara ára, er vafalaust hefði einnig
haft sín áhrif á Baldvin, ef hann hefði lifað. En fyrst um
sinn höfðu þvílík ummæli eigi aðra þýðingu en þá, að vekja
menn til umhugsunar um ofurfjarlæga hugsjón, sem enginn
gat vitað, hvenær rætast myndi. Hitt lá nær, að vinna að því,
að stofnað væri sérstakt ráðgjafarþing á fslandi, og að því
skyldi nú stefnt. L. A. Krieger stiftamtmaður hafði lagzt
gegn þessu máli 1831—32. Nú hafði hann setið eitt þing í
Hróarskeldu sem fulltrúi íslands. Má vera, að reynsla þessa
ágæta manns af því þinghaldi hafi kennt honum eitthvað
um tilgangsleysi þess að láta gjörókunnuga útlendinga ráðg-
ast um málefni íslands. Hitt er víst, að með þeim Tómasi
Sæmundssyni tókust kynni 1834 og vorið 1836 áttust þeir við
allýtarlegar viðræður, m. a. um þinghald á íslandi. Um þetta
leyti er afstaða Kriegers hreytt orðin og hann hlynntur hug-
myndinni um innlent ráðgjafarþing. Horfði allvænlega um
framgang málsins ytra við stuðning slíks manns sem Krieger
var, en hann var nú á förum héðan af landi. Ýmsir helztu
embættismenn landsins gerðust við þetta einarðari í málinu,
og á öndverðu ári 1837 voru almenn samtök hafin meðal
mestu áhrifamanna landsins um að senda konungi hænar-
skrá rnn innlent ráðgjafarþing. Syðra gengust þeir Páll sýslu-
maður Melsteð og Þórður yfirdómari Sveinbjörnsson fyrir
þeim, en nyrðra Bjarni Thorarensen amtmaður. Bjarni amt-
maður Þorsteinsson var hins vegar samur við sig og stakk,
eins og Þórður Sveinbjörnsson komst að orði, ávarpi því, er
honum var sent til undirskrifta í Vesturamtinu, „undir kodd-
ann“. Krieger, sem fluttist héðan sumarið 1837, hét að koma
bænarskránni á framfæri, en Bardenfleth, er nú tók við stift-
amtmannsembættinu, tók að sér að mæla fram með henni
við stjómina. Rök Bardenfleths voru einkum þau, að í ljós
hefði komið, að stéttaþing í Danmörku gæti ekki komið Is-