Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 25
Skirnir
Dagur er upp kominn
23
lendingum að liði vegna ókunnugleika þingheims á lands-
högum, og hefði þetta þegar komið í ljós á hinu fyrsta þingi
Eydana, er ályktað hefði um Islandsmál gagnstætt tillögum
og skoðunum embættismanna landsins og annarra lands-
manna. Er hér átt við afgreiðslu verzlunarmálsins 1836. Var
það tillaga Bardenfleths, að efnt yrði til samkomu nokkurra
embættismanna landsins, svo oft sem þurfa þætti, til þess
að ráðgast um fram lögð mál og málefni, er nefndarmenn
sjálfir kynnu að hreyfa. Yrði þá fyrsta verk þessarar sam-
komu að láta í ljósi álit sitt um fulltrúaþing á Islandi og
hversu því yrði skipað. Árangur alls þessa varð síðan stofn-
un embættismannanefndarinnar, sem svo er oftast kölluð,
samkvæmt konungsúrskurði 22. ágúst 1838. Nefndin átti
síðan tvo fundi, 1839 og 1841, en var lögð niður með kon-
ungsúrskurði 4. okt. 1843. Samkunda þessi átti því ekki lang-
an aldur og lét ekki heldur mikið til sín taka. Kom hér enn
fram, hversu deigir emhættismenn voru að láta í ljósi sjálf -
stæða skoðun eða hrjóta upp á nýmælum. Sökum þess að
stjórnin skaut ekki beinlínis stofnun ráðgjafarþings á Islandi
til álits nefndarinnar, skirrðist hún við að hreyfa því, þótt
annars væri ástæða til þess, og varð svo hljótt um það mál.
Eigi að síður má telja stofnun embættismannanefndarinnar
áfanga í sjálfstæðisbaráttunni. Með henni var viðurkennt,
að þátttaka íslendinga í dönsku ráðgjafarþingi væri óhentug
og ófullnægjandi. Slíkt var þegar nokkurs virði, enda var nú
ekki langt að bíða stærri tíðinda í þessu efni..
Friðrik konungur VI. andaðist 5. des. 1839. Kom þá til
ríkis bróðursonur hans, Kristján VIII. Hann hafði á yngri
árum verið rikisstjóri í Noregi og konungsefni Norðmanna
1814, átt þátt að hinni frjálslegu Eiðsvallarstjómarskrá Norð-
manna og stutt að því, er Norðmenn neyddust til að ganga
í konungssamband með Svíum, að sú stjórnarskrá fékk að
standa óskert. Má fara nærri um það, að reynsla Kristjáns
konungs frá þessum árum hafði haft mikil áhrif á hann.
Viðhorf hans til einveldisstjómhátta var því með allt öðr-
um hætti en hinna fyrri konunga, er aldir voru upp í bjarg-
fastri trú á ágæti einveldisins og andstyggð á hvers konar