Skírnir - 01.01.1951, Page 26
24
Þorkell Jóhannesson
Skímir
frjálsræði. Var það því von frjálslyndra manna, að nú myndi
stjórnarfar breytast til frjálslegra horfs, enda hafði konung-
ur við valdatöku sína komizt svo að orði, að hann myndi
láta sér annt um „að gera allar þær endurbætur á stjóm
ríkisins, er reynslan ræður oss til“. Islendingar í Kaupmanna-
höfn gripu tækifærið og kusu nefnd til að semja ávarp til
konungs. Var Finnur prófessor Magnússon fenginn til að
hafa forgöngu um þetta, en hann var þá mest virtur af
Islendingum í Danmörku og naut góðrar hylli konungs.
Höfuðefni ávarpsins var að æskja innlends ráðgjafarþings.
Erindi þetta kom til álita stjómardeildanna, og lögðust þær
gegn því. En hér brá svo við, sem trauðlega verða dæmi til
fundin, að konungurinn úrskurðaði gegn tillögum stjómdeilda
sinna. Með úrskurði 20. maí 1840 ákvað hann, að kveðja
skyldi embættismannanefndina á Islandi til fundar til þess
að ráðgast um, hvort ekki væri vel til fallið að koma á ís-
lenzku ráðgjafarþingi, skipuðu hæfilega mörgum þjóðkjöm-
um fulltrúum auk nokkurra konungkjörinna fulltrúa úr hópi
embættismanna. „En einkum eiga þeir vel að því að hyggja,
hvort ekki sé réttast að nefna fulltrúaþingið Alþingi og eiga
það á Þingvelli, eins og Alþingi hið forna, og laga eftir
þessu hinu foma þingi svo mikið sem verða má.“
Lauk svo öðrum þætti þessarar baráttu með þeim hætti,
sem fyrstu forvígismennirnir, þeir Baldvin Einarsson og Bjami
Thorarensen, mundu hafa á kosið. Islendingar í Kaupmanna-
höfn þökkuðu konxmgi með fögm ávarpi, og Jónas Hallgríms-
son orti til hans eitt af sínum snjöllustu kvæðum, Alþing
hiS nýja, er endar með þessu fagra erindi:
Sól skín á tinda.
Sofið hafa lengi
dróttir og dvalið
draumþingum á.
Vaki vaskir menn,
til vinnu kveður
giftusamur konungur
góða þegna.