Skírnir - 01.01.1951, Síða 27
Skímir
Dagur er upp kominn
25
II.
Boðskapur konungs um endurreisn Alþingis hafði mikil
áhrif á íslendinga í Kaupmannahöfn. Var og ekki vanþörf,
að þeir rumskuðu nokkuð. Fjölnir var hættur að koma út
með reglu og varð ekki prentaður árið 1840. Tómas Sæ-
mundsson var orðinn þreyttur á að fást við Fjölni og hafði
viðbúnað um að koma á fót tímariti heima á Islandi, og
skyldi það hefja göngu sína næsta ár, 1841. I annan stað
var rækileg tilraun um það gerð meðal Hafnar-Islendinga
að efla ný, öflug samtök um útgáfu Fjölnis eða nýs tíma-
rits, er kæmi í hans stað, en eigi náðist samkomulag um það.
Olli þessu ágreiningur um sjálft Alþingismálið, einkum það,
hvort halda skyldi þingið á Þingvöllum eða í Reykjavík. En
undir niðri blandaðist hér inn í persónulegur rígur milli
hinna yngri og eldri manna í hópnum. Var Jón Sigurðsson
fyrir flokki hinna yngri manna, en Brynjólfur Pétursson
fyrir þeim, er fylgdu Fjölnismöimum að málum. Árið 1841
hófu Jón Sigurðsson og fylgismenn hans að gefa út Ný félags-
rit, er síðan urðu um rúma þrjá áratugi höfuðmálgagn Is-
lendinga í sjálfstæðisbaráttunni, og fjallaði aðalritgerðin um
Alþingi. Samtímis gáfu Fjölnismenn út Þrjár ritgerSir eftir
Tómas Sæmundsson. Höfuðritgerðin þar fjallaði einnig um
Alþingi. Tómas hafði skrifað ritgerð þessa handa hinu nýja
tímariti sínu, en ekkert varð úr stofnun þess, enda andaðist
Tómas þetta vor, 1841.
Ritgerð Baldvins Einarssonar um Alþingi og ýmsar snjall-
ar athugasemdir um nýja stjórnmálastefnu í Fjölni og Skími
höfðu að sjálfsögðu ekki farið framhjá ýmsum áhugasömum
mönnum heima á íslandi. En hér her samt nýrra við. Hingað
til hafði baráttan fyrir stofnun innlends ráðgjafarþings verið
háð af tiltölulega mjög fámennu liði og að mestu farið fram
í orðsendingum og bréfagerðum, sem gengu rétta boðleið emb-
ættisveginn og höfnuðu í skjalahirzlum ríkisstjórnarinnar án
þess að verða nokkm sinni heyrum kunnar. Nú höfðu þau
tíðindi gerzt, að þjóðin hafði fengið fyrirheit um endurreisn
Alþingis. Nú var ekki lengur um að ræða, hversu æskilegt
þingið væri, heldur hitt, hversu því yrði skipað, við þátttöku