Skírnir - 01.01.1951, Síða 28
26
Þorkell Jóhannesson
Skírnir
allrar þjóðarinnar, svo að það tæmi að sem mestu gagni í
baráttunni fyrir efnalegri og pólitísbri viðreisn hennar. Vegna
tengsla við fortíðina og fyrirheita í nútíð og framtíð hlaut
Alþingi og endurreisn þess að verða áhugamál öllum lands-
lýð. Svo að segja í einu vetfangi var þjóðin hrifin út úr
lognmollu afskiptaleysisins um stjórnarmálefni sín og kvödd
til íhugunar og ákvörðunar um fasta stefnu í hinum brýn-
ustu hagsmunamálum sínum, fyrst og fremst sjálfu Alþingis-
málinu, en því næst í skólamálum, atvinnu- og verzlunar-
málum og fjárhagsmálum landsins. Hér er ekki unnt að
víkja nánara að sjálfu Alþingismálinu, en sem kunnugt er
var Alþingi endurreist með konungsúrskurði 8. marz 1843,
þótt eigi kæmi það saman til fundar fyrr en sumarið 1845.
Átökin um skipan þess höfðu staðið þrjú ár, og þótt ýmsu
væri hér annan veg hagað en margir hefðu kosið, höfðu þessi
átök gert mikið gagn. Þeirra vegna fyrst og fremst var svo
komið, að í landinu ríkti furðulega mikill þjóðmálaáhugi, en
í því átti Jón Sigurðsson og ritgerðir hans í Nýjum félags-
ritum mestan þátt. Jóni var það ljóst, að eigi væri nóg að
skrifa viturlegar ritgerðir um þjóðmál. Mestu varðaði, að í
hverju nytsemdarmáli kæmi fram sem ákveðnastur og víð-
tækastur almenningsvilji. Þau tíðindi gerðust í sambandi við
Alþingismálið 1843, að 63 menn úr Múlaþingi sendu dönsk-
um þingmanni, Balthasar Christensen, þakkarávarp fyrir
stuðning hans við málið á Hróarskelduþingi sumarið áður.
Bréf þetta var síðar birt og þótti vera merkilegur vottur um
stjómmálaþroska og áhuga almúgamanna á Islandi. Slík að-
ferð var að vísu ekki alger nýjung á íslandi. Má um það
nefna almennu bænarskrána 1795 og bænarskrámar um
ráðgjafarþing 1837—38, sem fyrr var getið, enda alloft beitt
á Alþingi fyrmm. En hér bar það til nýlundu, að þeir, sem
undir ávarpið rituðu, vom ekki embættismenn og stórbænd-
ur, heldur leiguliðar, sem samkvæmt hinum nýju kosn-
ingalögum áttu víst fæstir kosningarrétt, er til Alþingiskosn-
inga kæmi. Sú aðferð var síðan mjög tíðkuð af Jóni Sig-
urðssyni í stjórnmálabaráttu hans, að efna til ávarpa og
áskorana, fá bænarskrár um málin úr sem flestum hémðum,