Skírnir - 01.01.1951, Page 29
Skírnir
Dagur er upp kominn
27
undirritaðar af sem flestum Alþingiskjósendum. Með þeim
hætti vannst tvennt: Að binda sem flesta menn í bein af-
skipti og umráð mikilvægra þjóðmála og leiða í ljós vilja
almennings, svo að ekki væri um að villast. Kom þetta oft að
góðu haldi, er um var að ræða venjuleg innanlandsmál, er
ríkisstjórnin vildi skipa á þann hátt, að sem flestir mættu
vel við una. Annað mál er það, að slíkt gagnaði lítt í sjálfu
stjómarbótarmálinu, enda réð þar allt annað sjónarmið hjá
ríkisstjórninni: Vilji sjálfrar hennar gegn vilja þjóðarinnar.
Kom þetta aldrei og hvergi ljósara fram en um og eftir þjóð-
fundinn 1851.
III.
Áður en vikið verður nánar að þeim atburðum á ámnum
1848—50, er leiddu til þeirra tíðinda, er hér gerðust 1851,
er óhjákvæmilegt að skjóta inn stuttri frásögn um stjóm-
málaástandið í Danmörku um það leyti, sem einveldinu var
af létt, og þó einkum um Slésvíkurdeiluna svo nefndu. Örlög
Slésvíkur voru á undarlegan og örlagaríkan hátt tengd sjálf-
stæðisbaráttu Islendinga allt frá 1848 og til 1918. En eins og
kunnugt er, var sjálfstæðisviðurkenningin 1918 beinlínis
sprottin af því, er Norður-Slésvík sameinaðist Danmörku eft-
ir heimsstyrjöldina fyrri.
Á ámnum 1830—40 varð krafan um sameiningu Slésvikur
og Holtsetalands æ háværari. 1 raun réttri heyrðu hertoga-
dæmi þessi, er bæði lutu Danakonungi, engan veginn saman.
Holtsetaland var þýzkt land. Slésvík var frá upphafi byggð
dönskum mönnum, en þýzk áhrif og þýzk tunga höfðu lengi
grafið um sig í suðurhluta landsins, og hin síðari ár var bein-
línis að því keppt undir niðri að þýzka landið. Það studdi
einingarkröfur þessar, að hertogadæmunum hafði lengi ver-
ið stjórnað sem eitt land væri. Þau höfðu og bankakerfi fyrir
sig og sérstaka mynt, er hafði reynzt miklu betur fyrirkom-
ið og tryggari á verðfallsárunum en hin danska mynt. Við-
skipti öll í þessum löndum vom og mjög saman tvinnuð og
í heild sinni tengd þýzkum löndum og borgum. Holstein
tilheyrði að lögum þýzka ríkjasambandinu, og vildu lands-